Innlent

Elding laust vél Icelandair

Flugvél IcelandAir á leið til New York var snúið við eftir að hafa orðið fyrir eldingu. Vélin var búin að vera í loftinu í um fimmtán mínútur þegar atvikið átti sér stað. Að sögn farþega um borð í vélinni virtist sem sprunga hafi komið á bol vélarinnar að framan verðu en um borð voru hundrað fimmtíu og einn farþegi og sakaði engan þeirra. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli heilu og höldnu nú skömmu fyrir fréttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×