Innlent

Jarðskjálfti í nágrenni Krísuvíkur

Jarðskjálfti upp á 4,6 á Richterskala varð klukkan 14:30 í dag. Upptök skjálftana eru um 7,7 kílómetra aust-norð-austur af Krísuvík samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Veðurstofunnar. Skjáfltinn fannst mjög víða á höfuðborgarsvæðinu og allt austur á Selfoss. Dæmi eru um að húsgögn hafi færst úr stað í Hafnarfirði. Búast má við eftirskjálftum. Nokkur vegsummerki eru víða vegna skjálftans en rúða brotnaði í heimahúsi í Garðabæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×