Innlent

Fullkomið brúðkaup tekið til sýninga í Reykjavík

Leikritið Fullkomið brúðkaup, sem sýnt hefur við miklar vinsældir hjá Leikfélagi Akureyrar, verður tekið til sýninga í Borgarleikhúsinu en gengið var nýlega frá samning um sýningar. Leiksýningin er aðsóknamesta sýning í sögu Leikfélags Akureyrar en sýningum lauk í febrúar. Fyrsta sýning er í lok apríl en sýningar verða einungis í maí og júní. Leikritið er gamanleikrit, samið af Robin Hawdon, og í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×