Innlent

DeCode tapar rúmum 4 milljörðum 2005

Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar.
Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Tap DeCode Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, á síðasta ári nam rétt tæpum 63 milljónum bandaríkjadölum eða sem nemur rúmum 4.1 milljörðum íslenskra króna.

Það er nokkuð meira tap en árið þar á undan en þá nam tapið tæpum 3.8 milljörðum króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta skýrist helst af auknum rannsóknar- og þróunarkostnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×