Innlent

Bíll fauk útaf veginum undir Hafnarfjalli

Bíll með kerru á suðurleið fór hálfur útaf á þjóðvegi eitt undir Hafnarfjalli fyrr í dag. Nokkuð hvasst var á þessum slóðum en svo virðist sem vindhviða hafi feykt kerrunni út af veginum og með þeim afleiðingum að bíllinn snerist á veginum. Tvennt var í bílnum en engin slys urðu á fólki. Bíllinn er nokkuð skemmdur en kerran er óskemmd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×