Innlent

Höfðu afskipti af 80 ökumönnum

Mynd/Stefán

Lögreglumenn í umdæmi lögreglunnar á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði höfðu afskipti af 80 ökumönnum vegna umferðarlagabrota í liðinni viku. Þar af voru 62 vegna hraðaksturs og fjögur vegna gruns um ölvun við akstur. Auk þess voru fimm umferðaróhöpp tilkynnt til lögeglunnar um helgina en þau voru öll slysalaus. Þá var tilkynnt um eitt innbrot í heimahús í Hafnarfirði og þrjú minniháttar fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar en rannsók fíkniefnamálanna er lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×