Innlent

1.500 búnir að skila inn framtölum

Skattframtöl landsmanna eru þegar tekin að skila sér til skattstjóra landsins. Um 1.500 manns hafa talið fram á netinu en búast má við að áður en yfir lýkur skili rúmlega 200 þúsund manns framtölum sínum á netinu.

Framteljendur hafa frest til 21. mars til að skila inn skattframtali sínu. Hægt er að sækja um frest til að skila framtalinu á vefnum og verður hann á bilinu sex til tíu dagar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×