Innlent

Sex látnir á árinu

Sex hafa látist í umferðarslysum það sem af er árinu. Um tíu til fimmtán prósent ökumanna nota ekki bílbelti þrátt fyrir að margoft hafi verið sýnt fram á mikilvægi þeirra. Þessi hópur hefur mikil áhrif á slysatíðnina að sögn forstöðumanns rannsóknarnefndar umferðarslysa.

Talan fimm stendur á skilti Umferðarstofu, rétt fyrir ofan litlu kaffistofuna, þar sem fjöldi látinna í umferðinni á hverju ári er talinn. Þar er ekki talinn með ungur maður sem lést þegar að jeppi lenti ofan í sprungu á Hofsjökli í lok febrúar þar sem slysið varð utan vegakerfisins. Er þar farið eftir erlendum skilgreiningum til að geta borið skráninguna saman við það sem gerist í öðrum löndum. Umferðarárið byrjar ekki vel þó fjöldi látinna á þessum tíma sé ekki einsdæmi.

Yfirleitt hafa slys á þessum árstíma tengst veðri og færð. Nú hafa tvö ungmenni látið lífið vegna ofsaaksturs og mun rannsóknarnefndin láta reikna út hraða á hvaða hraða bílarnir voru til að komast að orsökum slysanna. Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, segir sláandi með hversu stuttu millibili slysin urðu. Stúlkan sem lést á Sæbrautinni var ekki í öryggisbelti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×