Innlent

Gengi krónunnar í methæð

MYND/Getty

Raungengi krónunnar hefur ekki mælst hærra í 18 ár að því er fram kemur í hálffimmfréttum KBbanka. Krónan veiktist í síðustu viku og var raungengið einungis um 111 stig við lokun markaða á föstudaginn en hefur nú náð sér á strik og mældist 117 stig í dag.

Raungengi mælir verðlag á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin. Hátt raungengi krónunnar hvetur til innflutnings til Íslands en veikir samkeppnisstöðu íslenskrar framleiðslu í útlöndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×