Innlent

Ást í Óperunni

Einar og Katharina
Einar og Katharina MYND/Íslenska óperan

Hjónin Einar Th. Guðmundsson baritón og Katharina Th. Guðmundsson sópran syngja ástardúetta og mansöngva við undirleik Kurts Kopeckys á hádegistónleikum Íslensku óperunnar og Mastercard í Óperunni í hádeginu á morgun. Verk eftir Mozart verða áberandi á efnisskránni en tónskáldið hefði fagnað 250 ára afmæli í janúar.

Einar og Katharina eru búa og starfa í Vín en eru stödd hér á landi vegna þess að Einar hefur verið að syngja hlutverk Alidoros í Öskubusku undanfarnar vikur. Þau halda aftur utan eftir helgi en Katharina er væntanleg aftur til landsins í haust til að syngja í Brottnáminu úr kvennabúrinu sem verður hluti af afmælisdagskrá Mózarts í Óperunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×