Innlent

Margir eftirskjálftar

Græna stjarnan sýnir hvar upptök skjálftans voru.
Græna stjarnan sýnir hvar upptök skjálftans voru. Mynd/Veðurstofa Íslands

Hátt á þriðja tug eftirskjálfta hafa mælst í nágrenni Krísuvíkur þar sem skjálfti að stærðinni 4,6 á Richterskala átti upptök sín um klukkan 14:30. Um litla skjálfta er að ræða en enginn þeirra hefur mælst yfir 2,7 á Richterskala.

Skjálftinn, sem átti sér stað um klukkan 14:30, varð víða vart á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að rúða hafi brotnað í heimahúsi í Garðabæ í skjálftanum og þá fannst skjálftinn greinilega í Krísuvíkurskóla. Ekki er vitað um frekari skemmdir eða tjón af völdum skjálftans.

Þá skekktust myndir á veggjum í vestanverðri Grindavík. Skjálftinn fannst einnig á Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×