Fleiri fréttir

Kennarar boða til verkfalls

Grunnskólakennarar boða til verkfalls í þessari viku. Verkfallið hefst eftir réttar þrjár vikur takist ekki að semja. Mikillar svartsýni gætir á meðal kennara.

Afrek að komast á Bandaríkjamarkað

Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi segir það afrek hjá Latabæ að komast inn á Bandaríkjamarkað. Hann telur hins vegar of snemmt að segja til um hvort Latibær verði ágóðafyrirtæki.

Sala símans skili miklum hagnaði

Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir því að sala á hlutabréfum ríkisins í Landssímanum skili umtalsverðum tekjum í ríkissjóð á næsta ári. Stefnt er að því að salan fari fram í kringum næstu áramót.

Krani og stillansar fuku

Maður slasaðist lítillega þegar byggingarkrani fauk um koll í hávaðaroki sem blés um Hafnarfjörð í gær. Maðurinn var við vinnu uppi á þaki fjölbýlishúss sem verið er að byggja við Daggarvelli þegar kraninn fauk um koll og féll á húsið. Brak úr krananum lenti á manninum. Að auki fuku stillansar sem reistir höfðu verið við húsið.

Einn lést þegar skúta sökk

Einn maður lést en öðrum var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar kanadísk skúta sökk suðvestur af Malarrifi upp úr klukkan fimm í gærdag. Mjög slæmt veður var þegar skútan fórst, hávaðarok og öldur sem náðu fjögurra til fimm metra hæð.

Sjóðurinn væri 8,4 milljarðar

Pétur Blöndal telur að sparisjóðir og minni fjármálafyrirtæki geti ekki keppt við ný lán bankanna. Einar Oddur Kristjánsson segir sparisjóðina verða að laga sig að nýjum aðstæðum.

Útseld vinna aukin á LSH

Forráðamenn Landspítalans ætla að leita leiða til að auka útselda þjónustu á spítalanum, að sögn Jóhannesar M. Gunnarssonar setts forstjóra LSH. Rekstur spítalans er nú 0,9% fram úr fjárheimildum eftir sjö mánaða uppgjör. </font /></b />

Annar skipverjanna látinn

Annar skipverjanna á kanadísku skútunni sem sökk síðdegis vestur af landinu er látinn. Hinn er óslasaður en er enn á sjúkrahúsi.

Eldur í fjölbýli við Austurbrún 6

Slökkvilið var fyrir stundu kallað að fjölbýlishúsinu við Austurbrún 6 í Reykjavík. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort um mikinn eldsvoða er að ræða en allt tiltækt slökvilið er á staðnum.

Gunnar G. Schram látinn

Gunnar G. Schram lagaprófessor er látinn. Hann var 73 ára að aldri. Gunnar kvæntist Elísu Steinunni Jónsdóttur árið 1957 og eignuðust þau fjögur börn en fyrir átti Gunnar eitt barn.

Fékk flösku í andlitið

Tveir menn gistu fangageymslur lögreglunnar á Selfossi í nótt, annar fyrir að slá mann með flösku í andlitið en hinn fyrir ölvunarakstur.

Mældist á tæplega 200 km hraða

Lögreglan á Húsavík stöðvaði í morgun mann sem ekið hafði á ofsahraða frá Akureyri að flugvellinum á Húsavík við Aðaldalshraun. Ökumaðurinn keyrði á 140 kílómetra hraða innanbæjar á Akureyri og hóf lögregla þá eftirför.

1 árs gamalt barn brenndist illa

Eins árs gamalt barn í Reykjanesbæ brenndist illa og var flutt á slysadeild í Reykjavík í gær eftir að þriggja ára gamalt barn hafði skrúfað frá heitu vatni og lét renna í baðvask þar sem yngra barnið sat. Víkurfréttir greina frá þessu. 

Kverkatak Bjarkar á heiminum

„Aldrei vanmeta innblásna þvermóðsku listamanna.“ Þannig hefst dómur Jons Pareles um Medúllu, nýjustu plötu Bjarkar, í sunnudagsblaði New York Times í dag. Greinin ber yfirskriftina „Björk tekur heiminn kverkataki.“ 

Forsetinn villti á sér heimildir

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í upphafi vinum Dorritar Moussaief að hann væri stjórnunarsérfræðingur til að leyna því hver hann var í raun og veru. Þetta kemur fram í ítarlegri grein um Dorrit sem birtist í breska dagblaðinu <em>The Sunday Times</em> í dag og þar kennir ýmissa forvitnilegra grasa.

Kvenfangar verr staddir

Konur sem afplána fangelsisdóm eru almennt verr staddar en karlfangar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á félagslegri stöðu fanga á Íslandi sem Margrét Sæmundsdóttir, deildarstjóri hjá Fangelsismálastofnun, gerði en þetta er fyrsta könnun sinnar tegundar sem gerð er hér á landi. 

Skjálftahrina úti fyrir Siglufirði

Jarðskjálftahrina hófst á föstudag um 22 kílómetra norðnorðaustur af Siglufirði samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Hrinan fór rólega af stað en frá klukkan eitt eftir miðnætti til klukkan tvö í gærdag náði hrinan hámarki. Þá mældust stærstu skjálftarnir í hrinunni til þessa 2,8 stig á Richter-kvarðanum.

Forstöðumaður UNICEF flytur erindi

Dr. Cream Wright, forstöðumaður menntamála hjá UNICEF, mun gera grein fyrir menntaherferð stofnunarinnar í 25 þróunarlöndum sem eiga við sérstaklega mikla erfiðleika í þessum efnum að stríða í erindi sem hann flytur í Háskólanum á Akureyri á morgun.

Brunnið á stórum hluta líkamans

Eins árs barn liggur alvarlega brennt á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa lent í heitu vatni í Keflavík í gær. Að sögn sérfræðings líður barninu eftir atvikum. Það er ekki í bráðri lífshættu en verður áfram á gjörgæsludeild, enda illa brennt og það á stórum hluta líkamans.

Tvöföld mismunun á landsbyggðinni

Með því að mismuna fólki á landsbyggðinni með húsnæðislánum er verið að koma á tvöföldum mismuni segir í ályktun Byggðaþings samtakanna Landsbyggðin lifi sem lauk í dag að Hólum. Þar segir að þar sem fasteignamat sé yfirleitt lægra úti á landi sé fráleitt að bæta lægra lánshlutfalli við.

Laðar ríka fólkið til Íslands

Breska stórblaðið <em>The Sunday Times</em> birti í dag grein þar sem íslensku forsetafrúnni, Dorrit Moussaieff, er lýst sem gríðarlega áhrifamikilli konu sem noti sín víðtæku persónulegu sambönd Íslandi til framdráttar, meðal annars til að finna fjárfesta fyrir íslensk fyrirtæki. Í greininni er tilhugalífi Dorritar og Ólafs Ragnars einnig lýst á ítarlegan hátt. 

Vonast eftir bráðabirgðaleyfi

Verkefnisstjórn hótelsins í Eimskipafélagshúsinu vonast eftir bráðabirgðaleyfi til að hefja framkvæmdir við bygginguna þann tíunda september ef byggingaleyfi liggur ekki fyrir. Helgi S. Gunnarsson hjá VSÓ ráðgjöf segist ekki telja annað en að slíkt leyfi eigi að vera auðsótt.

Kostnaðarlækkun um 1,3 milljarða

Kostnaður vegna sérfræðilækna myndi lækka um 1,3 milljarða króna að mati Ríkisendurskoðunar, ef Reykvíkingar notuðu þjónustuna í svipuðum mæli og Akureyringar. Formaður Læknafélagsins segir þeirri spurningu þó ósvarað hvort munurinn sé til góðs eða ills; heilbrigðisþjónusta snúist um fleira en peninga.

Hönnunargalla um að kenna

Hönnuðir viðbyggingar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri kannast ekki við þann hönnunargalla á byggingunni sem nefndur er í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðandi segir það hins vegar engan misskilning að hönnunargalli hafi verið ein af ástæðum þess að viðbyggingin stóð ónotuð í áratug.

Nýja leiðakerfið óhagkvæmt

Nýtt leiðarkerfi Strætó er gisnara en hið eldra og miðstöð þess er enn langt frá landfræðilegri miðju höfuðborgarinnar segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Hann óttast að nýja leiðarkerfið sé bæði óskilvirkara og óhagkvæmara en hið eldra. 

Ragnhildur sótti um í blálokin

Ragnhildur Arnljótsdóttir, nýskipaður ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, sótti um starfið eftir að umsóknarfrestur hafði tvisvar sinnum verið framlengdur. Umsókn hennar var forystumönnum Framsóknar sem himnasending, því þeir voru komnir í bullandi jafnréttisvandræði einn ganginn enn. </font /></b />

Þriðjungur tekna í sekt í þrjú ár

Lilja G. Jóhannsdóttir hefur verið dæmd til að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir að keyra undir áhrifum svefnlyfja sem eru henni nauðsynleg vegna lugnasjúkdóms og svefntruflana. Hún samdi um skuldina og greiðir þriðjung af ráðstöfunartekjum sínum til ríkissins í þrjú ár.

Sölu Símans verður að vanda

Sölu Símans þarf að undirbúa vel svo ekki verði hlaupið til og fyrirtækið selt einhverjum. Það þarf að passa upp á að allir standi og sitji við sama borð þegar að því kemur að selja fyrirtækið," segir Jón Sveinsson, nefndarmaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu.

Íbúalýðræði á Netinu

Íbúar Garðabæjar geta brátt fengið sérhannaða heimasíðu bæjarfélagsins sniðna algerlega að þeirra þörfum og áhuga. Þar geta þeir meðal annars fylgst með skuldastöðu sinni og skólasókn barna sinna. Bæjarstjórinn segir tilganginn vera að stuðla að virkara íbúalýðræði í sveitarfélaginu.<font size="2"></font> 

Viðgerðum í Selárdal lokið

Viðgerðum á húsi og listaverkum Samúels Jónssonar í Selárdal er nú lokið en verkin hafa legið undir skemmdum um áratugaskeið.

Japönsk menning í Kópavogi

Kópavogsbúar tóku japanskri menningu opnum örmum í dag því hátt í 500 manns létu sjá sig á japönskum degi sem haldinn var hátíðlegur í Salnum í Kópavogi í dag.

Krefst aðgangs að öllum gögnum

Helga Jónsdóttir borgarritari krefst aðgangs að öllum gögnum félagsmálaráðherra vegna skipanar hans í stöðu ráðuneytisstjóra. Hún fer einnig fram á rökstuðning fyrir valinu. Undrun og hneykslun er innan raða framsóknarmanna. </font /></b />

Árni segir Ragnhildi hæfasta

"Ábyrgðin er mín og það er mitt mat að Ragnhildur hafi staðið fremst af þeim þremur umsækjendum sem kallaðir voru til viðtals vegna starfs ráðuneytisstjóra," sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra um val sitt í starfið.

Laxeldi eykst um helming

Búist er við 45 prósenta heildaraukningu í fiskeldi milli ára. Búist er við meira en helmingsaukningu í laxeldi frá því í fyrra. Enn eru miklar væntingar til þorskeldis, sem þó er enn á þróunarstigi. </font /></b />

Umsóknarfrestur útrunninn

Frestur til að sækja um stöðu hæstaréttardómara í stað Péturs Kr. Hafstein, sem senn lætur af embætti, rann út í gær. Fréttastofu er kunnugt um fjóra umsækjendur: Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann, Eirík Tómasson lagaprófessor, Hjördísi Hákonardóttur dómstjóra og Allan Vagn Magnússon héraðsdómara.

Dýrum leikfangabílum stolið

Fimm rafstýrðum bensínknúnum leikfangabílum var stolið úr versluninni Tómstundahúsinu í austurborg Reykjavíkur í nótt. Andvirði bílanna er allverulegt eða hátt í tvær milljónir króna.

Mögnuð miðborg í dag

Miðborg Reykjavíkur verður mögnuð í dag ef marka má fréttatilkynningu Þróunarfélags miðborgarinnar. Þar segir að „Mögnuð miðborg“ sé yfirskrift skipulagðrar dagskrár í miðborginni og í dag stendur miðborgargestum til boða að skoða, sjá og heyra ýmislegt.

Sýknaður af manndrápsákæru

Hálffimmtugur Þjóðverji hefur verið sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn ók bifreið sem valt út af veginum á leiðinni frá Kleifarvatni í átt að Hafnarfirði þann 24. júlí síðastliðinn með þeim afleiðingum að félagi hans kastaðist út, hafnaði undir bifreiðinni og lést af áverkunum fimm dögum síðar.

Merki UNESCO afhjúpað á Þingvöllum

Merki heimsminjaskrár Sameinuðu þjóðanna verður afhjúpað á Þingvöllum við hátíðlega athöfn í dag klukkan hálf þrjú. Francesco Bandarin, yfirmaður heimsminjaskrifstofu UNESCO, verður á meðal gesta við athöfnina og flytur hann ávarp ásamt Birni Bjarnasyni, formanni Þingvallanefndar og Margréti Hallgrímsdóttur, formanni samráðsnefndar um heimsminjaskrá.

Slökkvilið Akureyrar með opið hús

Slökkvilið Akureyrar er með opið hús í dag milli klukkan 12 og 16 í tilefni Akureyrarvöku og afmælis Akureyrarbæjar. Sýnd verða tæki og tól undir leiðsögn slökkviliðsmanna og fólki gefst kostur á að fara upp í körfubíl, sprauta með brunaslöngu og ganga um í reykfullu húsi. </font /></font />

Uppskeruhátíð í Grasagarðinum

Árleg uppskeruhátíð fer fram í Grasagarði Reykjavíkur í dag. Frá klukkan eitt hefur gestum og gangandi verið boðið upp á fræðslu um matjurtaræktun og einstakar tegundir mat-, krydd- og lækningajurta.

Tengsl lýðræðis og upplýsingatækni

Upplýsingaráðherrar Norðurlandanna óskuðu eftir aukinni samvinnu við Eystrasaltsvæðið og Evrópusambandið um þróun upplýsingatæknihluta norrænu víddarinnar á fundi um framtíð lýðræðis í upplýsingasamfélaginu sem fram fór í Reykjavík í gær. 

Stjörnuleitin hófst í dag

Fyrsta áheyrnarprófið fyrir Idol-stjörnuleitina hefur farið fram á Hótel Loftleiðum í dag. Tæplega 500 manns hafa þanið þar raddböndin, dómurunum ýmist til ánægju eða pínu. Mikil stemning er á göngum hótelsins á meðan keppendur bíða eftir að röðin komi að þeim og er hálger útihátíðarstemning hjá þeim allra hressustu.

Fyrirhugaðar framkvæmdir stöðvaðar

Byggingafulltrúi hefur fyrirskipað að ekki megi hefja framkvæmdir við nýtt hótel í Eimskipafélagshúsinu sem áttu að hefjast tíunda september þar sem ekkert byggingaleyfi er fyrir hendi. 

Óviðeigandi að svara segir Björn

Dómsmálaráðherra segir óviðeigandi að svara því hvort hann ætli að fara að tilmælum umboðsmanns Alþingis við ráðningu nýs hæstaréttardómara. 

Sjá næstu 50 fréttir