Innlent

Japönsk menning í Kópavogi

Kópavogsbúar tóku japanskri menningu opnum örmum í dag því hátt í 500 manns létu sjá sig á japönskum degi sem haldinn var hátíðlegur í Salnum í Kópavogi í dag. Það er ekki á hverjum degi sem boðið er upp á japanska þjóðdansa, Ikebana-blómaskreytingar, trommuslátt, dans og japanska tedrykkju hér á landi. Af mætingunni að dæma skortir þó ekkert upp á áhugann á slíkum hlutum hjá landsmönnum því að í kringum 500 manns létu sjá sig á japanska deginum í Kópavoginum í dag. Gestum og gangandi var boðið að spreyta sig í japanskri tedrykkju sem snýst að minnstu leyti um tedrykkjuna sjálfa. Alvöru tedrykkja er allt annað og meira en bara te og tebolli í augum Japana því verknaðinn verður að fremja eftir kúnstarinnar reglum ef vel á að vera. Myndin er úr myndasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×