Innlent

Afrek að komast á Bandaríkjamarkað

Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi segir það afrek hjá Latabæ að komast inn á Bandaríkjamarkað. Hann telur hins vegar of snemmt að segja til um hvort Latibær verði ágóðafyrirtæki. Þættirnir um Latabæ reyndust vinsælasta barnaefnið í bandarísku sjónvarpi fyrstu vikuna sem þeir voru sýndir. Sá Íslendingur sem lengst hefur náð á þessum stærsta sjónvarps- og kvikmyndamarkaði heims er án efa Sigurjón Sighvatsson. Hann segir það út af fyrir sig stórtíðindi að það skuli hafa tekist að koma íslensku sjónvarpsefni inn á þennan markað. Sigurjón segir mjög sjaldgæft að koma svona efni inn í bandarískt sjónvarp. Þá lofi áhorfið mjög góðu. Það megi því segja að staðan sé eitt-núll, en ekki sé kominn hálfleikur enn. Hugmyndin að Latarbæ sé þó mjög góð og tímasetningin gæti ekki verið betri. Sigurjón telur boðskap Latabæjar eiga mun betur við í dag en fyrir ári síðan. Sigurjón segir of snemmt að segja til um það hvort Latibær eigi eftir að skila arði. Það megi heldur ekki gleymast að framleiðsla á sjónvarpsefni sé mjög áhættusöm. Á endanum gæti þetta þó gefið vel af sér. Hann segir að sama hversu vel gangi muni fjárfestar ekki sjá peninga fyrr en eftir tvö ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×