Innlent

Tvöföld mismunun á landsbyggðinni

MYND/Vísir
Með því að mismuna fólki á landsbyggðinni með húsnæðislánum er verið að koma á tvöföldum mismuni segir í ályktun Byggðaþings samtakanna Landsbyggðin lifi sem lauk í dag að Hólum. Þar segir að þar sem fasteignamat sé yfirleitt lægra úti á landi sé fráleitt að bæta lægra lánshlutfalli við. Í tilkynningu samtakanna segir að yfir 80 manns frá öllum landshornum hafi sótt byggðaþingið, þ.á m. fulltrúar fjölmargra grasrótarsamtaka, þingmenn og fulltrúar stjórnsýslustofnana. Umræður voru fjörlegar og endurspegla þá grósku sem er að færast í baráttu almennings um allt land til að efla byggðir landsins að því er fram kemur í tilkynningunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×