Innlent

Skjálftahrina úti fyrir Siglufirði

Jarðskjálftahrina hófst á föstudag um 22 kílómetra norðnorðaustur af Siglufirði samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Hrinan fór rólega af stað en frá klukkan eitt eftir miðnætti til klukkan tvö í gærdag náði hrinan hámarki. Þá mældust stærstu skjálftarnir í hrinunni til þessa 2,8 stig á Richter-kvarðanum. Um klukkan 6 í morgun tók virknin aftur við sér en þó ekki eins ákaft og í gær. Nú þegar hafa mælst yfir 120 jarðskjálftar á svæðinu. Skjálftavirkni á þessum slóðum er algeng. Í september 2001 varð hrina á sama stað þar sem mældust yfir 120 jarðskjálftar og stærsti skjálftinn var 3,6 á Richter.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×