Innlent

Einn lést þegar skúta sökk

Einn maður lést en öðrum var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar kanadísk skúta sökk suðvestur af Malarrifi upp úr klukkan fimm í gærdag. Mjög slæmt veður var þegar skútan fórst, hávaðarok og öldur sem náðu fjögurra til fimm metra hæð. Landhelgisgæslan hóf leit að skútunni eftir að beiðni barst frá björgunarstjórnstöð í Halifax. Þá höfðu ættingjar mannanna um borð tilkynnt um að skútan væri að sökkva eftir að annar mannanna hringdi heim og lét vita hvað væri að gerast og um staðsetningu þeirra. TF-LIF flaug á vettvang en þegar þangað var komið sást í fyrstu ekkert nema brak úr skútunni sem var þegar sokkin. Mennirnir fundust hins vegar furðu fljótt þegar miðað er við hversu erfiðar aðstæður voru og ekki síst í ljósi þess að þeir voru dökkklæddir, annar í björgunargalla en hinn í vesti. Maðurinn sem lifði sjóslysið af var að jafna sig á Landspítalanum við Hringbraut í gærkvöldi. Hann var hrakinn og kaldur þegar komið var með hann þangað en jafnaði sig smám saman þegar hlúð var að honum og hann fékk heitt að drekka. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Skútan var úr timbri en átti að þola mikil sjóalög



Fleiri fréttir

Sjá meira


×