Innlent

Mögnuð miðborg í dag

Miðborg Reykjavíkur verður mögnuð í dag ef marka má fréttatilkynningu Þróunarfélags miðborgarinnar. Þar segir að „Mögnuð miðborg“ sé yfirskrift skipulagðrar dagskrár í miðborginni og í dag stendur miðborgargestum meðal annars til boða að skoða verk Þorvalds Þorsteinssonar í Listasafni Reykjavíkur, horfa á magadans í Lækjargötu eða að hlusta á kvennakór syngja á Laugaveginum. Í kvöld verður svo blásið til tangódansleiks í Iðnó í tilefni tangóhátíðar í Reykjavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×