Innlent

Stjörnuleitin hófst í dag

Fyrsta áheyrnarprófið fyrir Idol-stjörnuleitina hefur farið fram á Hótel Loftleiðum í dag. Tæplega 500 manns hafa þanið þar raddböndin, dómurunum ýmist til ánægju eða pínu. Mikil stemning er á göngum hótelsins á meðan keppendur bíða eftir að röðin komi að þeim og er hálger útihátíðarstemning hjá þeim allra hressustu. Áheyrnarpróf verða einnig haldin í Vestmannaeyjum, Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum á næstu vikum en fyrsti þáttur Idol-stjörnuleitar verður sýndur á Stöð 2 þann 1. október.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×