Laðar ríka fólkið til Íslands 29. ágúst 2004 00:01 MYND/Vísir Breska stórblaðið The Sunday Times birti í dag grein þar sem íslensku forsetafrúnni, Dorrit Moussaieff, er lýst sem gríðarlega áhrifamikilli konu sem noti sín víðtæku persónulegu sambönd Íslandi til framdráttar, meðal annars til að finna fjárfesta fyrir íslensk fyrirtæki. Í greininni er tilhugalífi Dorritar og Ólafs Ragnars einnig lýst á ítarlegan hátt. Sunday Times segir að meðal almennings viti kannski fáir hver ísdrottningin Dorrit Moussaieff er. Það viti hins vegar hinir súperríku og valdamiklu enda sé hún bæði rík og afar áhrifamikil kona og víðfræg í félagslífi fræga fólksins. Meðal hennar persónulegu vina megi telja nánast alla þekktustu og valdamestu menn heims: Bill Clinton, Bill Gates, Nelson Mandela, Shimon Peres, Vladimir Pútín, Robert Redford, Sean Connery, Michael Bloomberg og Michael Caine svo aðeins örfáir séu nefndir. Blaðið gerir því skóna að þetta víðtæka tengslanet Dorritar sé afar mikilvægt fyrir Ísland og í sameiningu séu Dorrit og Ólafur Ragnar mjög áhrifamikið par. Dorrit segir sjálf að hún líti svo á að hennar hlutverk sem forsetafrú sé aðallega að vekja athygli á landinu og hún er sögð leggja hart að vinum sínum að fjárfesta í íslenskum banka- og lyfjafyrirtækjum, sem og í orkugeiranum. Þá eigi hún stóran þátt í því að íslensk list sé orðin eftirsóknarverð á alþjóðamarkaði. Í greininni kemur fram að Ólafur Ragnar hafi gengið á eftir Dorrit með grasið í skónum en fyrst haft erindi sem erfiði þegar hann bjargaði henni í gegnum tollskoðun í Bandaríkjunum. Þau hafi síðan, að beiðni Dorritar, reynt að leyna sambandi sínu og til að mynda hafi Ólafur Ragnar ætíð kynnt sig fyrir vinum hennar sem sérfræðing í stjórnun og engum sagt að hann væri forseti Íslands. Að sama skapi héldu Íslendingar að Dorrit væri annað hvort skiptinemi eða vinkona dætra forsetans. Þetta breyttist í kjölfar hestaslyssins margfræga þegar sambandið varð opinbert. Í greininni er sagt frá því að margir Íslendingar hafi verið orðnir úrkula vonar um að skötuhjúin myndu giftast þegar þau loksins drifu í því. Dorrit upplýsir að það sem réði úrslitum hafi verið að hún gaf Ólafi armbandsúr í sextugsafmælisgjöf sem hann var ekkert ánægður með. Dorrit segist þá hafa spurt hvað hann vildi í staðinn og ekki stóð á svarinu: „Ég vil að þú kvænist mér.“ Einn af vinum Dorritar segir reyndar í greininni að hún sé svo rík að hún hefði vel getað keypt landið í stað þess að giftast forsetanum. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Breska stórblaðið The Sunday Times birti í dag grein þar sem íslensku forsetafrúnni, Dorrit Moussaieff, er lýst sem gríðarlega áhrifamikilli konu sem noti sín víðtæku persónulegu sambönd Íslandi til framdráttar, meðal annars til að finna fjárfesta fyrir íslensk fyrirtæki. Í greininni er tilhugalífi Dorritar og Ólafs Ragnars einnig lýst á ítarlegan hátt. Sunday Times segir að meðal almennings viti kannski fáir hver ísdrottningin Dorrit Moussaieff er. Það viti hins vegar hinir súperríku og valdamiklu enda sé hún bæði rík og afar áhrifamikil kona og víðfræg í félagslífi fræga fólksins. Meðal hennar persónulegu vina megi telja nánast alla þekktustu og valdamestu menn heims: Bill Clinton, Bill Gates, Nelson Mandela, Shimon Peres, Vladimir Pútín, Robert Redford, Sean Connery, Michael Bloomberg og Michael Caine svo aðeins örfáir séu nefndir. Blaðið gerir því skóna að þetta víðtæka tengslanet Dorritar sé afar mikilvægt fyrir Ísland og í sameiningu séu Dorrit og Ólafur Ragnar mjög áhrifamikið par. Dorrit segir sjálf að hún líti svo á að hennar hlutverk sem forsetafrú sé aðallega að vekja athygli á landinu og hún er sögð leggja hart að vinum sínum að fjárfesta í íslenskum banka- og lyfjafyrirtækjum, sem og í orkugeiranum. Þá eigi hún stóran þátt í því að íslensk list sé orðin eftirsóknarverð á alþjóðamarkaði. Í greininni kemur fram að Ólafur Ragnar hafi gengið á eftir Dorrit með grasið í skónum en fyrst haft erindi sem erfiði þegar hann bjargaði henni í gegnum tollskoðun í Bandaríkjunum. Þau hafi síðan, að beiðni Dorritar, reynt að leyna sambandi sínu og til að mynda hafi Ólafur Ragnar ætíð kynnt sig fyrir vinum hennar sem sérfræðing í stjórnun og engum sagt að hann væri forseti Íslands. Að sama skapi héldu Íslendingar að Dorrit væri annað hvort skiptinemi eða vinkona dætra forsetans. Þetta breyttist í kjölfar hestaslyssins margfræga þegar sambandið varð opinbert. Í greininni er sagt frá því að margir Íslendingar hafi verið orðnir úrkula vonar um að skötuhjúin myndu giftast þegar þau loksins drifu í því. Dorrit upplýsir að það sem réði úrslitum hafi verið að hún gaf Ólafi armbandsúr í sextugsafmælisgjöf sem hann var ekkert ánægður með. Dorrit segist þá hafa spurt hvað hann vildi í staðinn og ekki stóð á svarinu: „Ég vil að þú kvænist mér.“ Einn af vinum Dorritar segir reyndar í greininni að hún sé svo rík að hún hefði vel getað keypt landið í stað þess að giftast forsetanum.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira