Innlent

Krani og stillansar fuku

Maður slasaðist lítillega þegar byggingarkrani fauk um koll í hávaðaroki sem blés um Hafnarfjörð í gær. Maðurinn var við vinnu uppi á þaki fjölbýlishúss sem verið er að byggja við Daggarvelli þegar kraninn fauk um koll og féll á húsið. Brak úr krananum lenti á manninum. Að auki fuku stillansar sem reistir höfðu verið við húsið. Rokið gerði víðar vart við sig í bænum. Verið var að vinna við Samfylkingarhúsið í Strandgötu og þar fuku plötur í rokinu. Munir fuku á lager Húsasmiðjunnar í Suðurhrauni og skilti, jafnvel þau sem eru með steinsteyptar undirstöður, fuku um koll á vegavinnusvæðinu við Reykjanesbraut og Lækjargötu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×