Fleiri fréttir 15 sekúndur á listasafni Unglingar voru áberandi á Listasafni Reykjavíkur í dag. Í Hafnarhúsinu var sýnt myndbandsverk sem ber yfirskriftina „15 sekúndur“. Titillinn er ekki tilviljun því listamennirnir, sem voru fjölmargir unglingar, fengu 15 sekúndur til að vera einir með myndavélinni og láta ljós sitt skína. 28.8.2004 00:01 Lína langsokkur í Kringlunni Lína langsokkur var uppi um alla veggi Kringlunnar í Reykjavík í dag. Börn alls staðar af landinu hafa í sumar tekið þátt í teiknimyndasamkeppni Borgarleikhússins og teiknað myndir af Línu í sumarfríi. Hluti myndanna eða um 200 stykki verða til sýnis í Kringlunni næstu daga en úrslit samkeppninnar voru tilkynnt í dag. 28.8.2004 00:01 Olíuverð að sliga veiðar Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir á brattann að sækja hjá útgerðum þar sem lágt afurðaverð fáist fyrir rækju og olíuverð sé í sögulegu hámarki. Yfirmönnum á tveimur rækjuveiðiskipum hjá Þormóði ramma hefur verið sagt upp. </font /></b /> 28.8.2004 00:01 Ráðherra sigldi gámaskipi "Hún lék á alls oddi og náði að sigla skipinu í höfn eftir að hafa lent í þrumuveðri á leiðinni," sagði Jón B. Stefánsson, skólameistari Vélskólans og Stýrimannaskólans, um Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra eftir að hún tók véla- og siglingaherma skólans í notkun á föstudag. 28.8.2004 00:01 Sækja um stöðu Hæstaréttardómara Eiríkur Tómasson, lagaprófessor, Hjördís Hákonardóttir, dómstjóri, og Allan Vagn Magnússon, héraðsdómari, eru á meðal umsækjenda um stöðu Hæstaréttardómara, en frestur til að sækja um stöðuna rennur út í dag. 27.8.2004 00:01 Ógni ekki öryggi starfsmanna Talsmaður Impregilo segir að hvorki ástand sjúkrabíla, né deilur við sjúkraflutningamenn, ógni öryggi starfsmanna við Kárahnjúka. Fjórir sjúkraflutningamenn hafa sagt upp störfum. 27.8.2004 00:01 Níu tilkynntu bílaþjófnað Níu manns hringdu í Lögregluna í Reykjavík nótt og tilkynntu um þjófnað á bifreiðum í ýmsum hverfum borgarinnar. Þegar betur var að gáð kom í ljós að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafði fjarlægt viðkomandi bifreiðar vegna skulda bifreiðaeigenda við hið opinbera. 27.8.2004 00:01 Bann við auglýsingum ólöglegt? EFTA dómstóllinn í Lúxemborg mun skera úr um hvort bann við áfengisauglýsingum í Noregi samræmist EES samningnum. Tilefnið er beiðni frá norska Markaðsráðinu til EFTA-dómstólsins, en ráðið hefur úrskurðarvald í Noregi um lögmæti auglýsinga á vörum og þjónustu. 27.8.2004 00:01 Settur í embætti rektors Dr. Ágúst Sigurðsson hefur verið valinn úr hópi 14 umsækjaenda til að gegna stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands til næstu fimm ára. Skólinn verður til úr sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum og Rannsóknastofnun landbúnaðarins frá og með 1. janúar 2005. 27.8.2004 00:01 Fagnar framtaki viðskiptabanka Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sendi frá sér ályktun í dag þar sem hún fagnar framtaki viðskiptabankanna að bjóða hagstæð húsnæðislán og þeirri samkeppni sem nú hefur myndast á þessum markaði. 27.8.2004 00:01 Hefur ekki kært nauðgun Sautján ára stúlka sem tilkynnti nauðgun til lögreglunnar, á Menningarnótt Reykjavíkur, hefur ekki lagt fram kæru, og óvíst hvort hún geri það. Stúlkan skýrði lögreglunni frá því að tveir menn hefðu ráðist á sig og annar þeirra komið fram vilja sínum. Aðvífandi kona hafi hins vegar hrætt árásarmennina á brott. Sú kona hefur ekki gefið sig fram við lögregluna. 27.8.2004 00:01 Grunaður um kynferðisofbeldi Fjörtíu og sex ára gamall maður er grunaður um að hafa beitt tíu ára telpu kynferðislegu ofbeldi í Stykkishólmi, fyrr í þessum mánuði. Atvikið varð á Dönskum dögum, í Stykkishólmi, hinn fimmtánda þessa mánaðar. 27.8.2004 00:01 Ísland vel á vegi statt Cherie Blair segir Ísland vel á vegi statt í jafnréttisbaráttu kynjanna en þó sé hlutur kvenna í æðstu stöðum dómskerfisins enn of rýr hér á landi. 27.8.2004 00:01 Konungur Svíþjóðar í heimsókn Konungur Svíþjóðar, Karl XVI Gústaf og Silvía drottning ásamt Viktoríu krónprinsessu munu koma í opinbera heimsókn til Íslands í boði forseta Íslands dagana 7. - 9. september nk. 27.8.2004 00:01 Sýknaður af manndrápsákæru Þjóðverji sem ók ölvaður með þeim afleiðingum að bíllinn fót út af og valt við Vatnsskarð var í dag sýknaður af ákæru um manndráp í Héraðsdómi Reykjaness. Félagi mannsins lést í slysinu. 27.8.2004 00:01 Merki UNESCO afhjúpað á Þingvöllum Merki heimsminjaskrár Sameinuðu þjóðanna verður afhjúpað á Þingvöllum við hátíðlega athöfn á morgun. Meðal gesta verður Francesco Bandarin, yfirmaður heimsminjaskifstofu UNESCO, sem mun flytja ávarp ásamt Birni Bjarnasyni, formanni Þingvallanefndar, og Margréti Hallgrímsdóttur, formanni samráðsnefndar um heimsminjaskrá. 27.8.2004 00:01 Málþing um ungt fólk Norrænt málþing um neyslustaðla og lífsstíl unga fólksins verður haldið hér á landi í næstu viku. Til umfjöllunar verða m.a. útfærslur hinna norðurlandanna á svonefndu „standard budsjett“, eða neyslustöðlum, en enginn sambærilegur staðall er til á Íslandi að því er segir í tilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. 27.8.2004 00:01 Samkeppni um brúðkaupstónlist Dómkórinn í Reykjavík hefur ákveðið að efna til verðlaunasamkeppni um tónlist til flutnings við hjónavígslur. Leitað er eftir sönglögum sem höfða til ungs fólks. Tónmenntasjóður Þjóðkirkjunnar veitti nýlega styrki til nýsköpunar og ákvað Dómkórinn að nota það fé sem hann fékk úthlutað til að auðga úrval kirkjulegrar, íslenskrar brúðkaupstónlistar.</font /> 27.8.2004 00:01 Sprengjueyðingarsveitir með æfingu Fjölþjóðleg æfing sprengjueyðingarsveita, Northern Challenge 2004, hefst mánudaginn 30. ágúst og stendur til 3. september næstkomandi. Landhelgisgæslan stendur fyrir æfingunni í samvinnu við Varnarliðið. 27.8.2004 00:01 Lífeyrissjóðirnir fylgja bönkunum Lífeyrissjóðirnir munu fylgja í kjölfar Íbúðalánasjóðs og viðskiptabankanna og lækka vexti á lánum til sjóðsfélaga. Lækkunin tekur einnig til þeirra sem þegar greiða af lánum til sjóðanna. 27.8.2004 00:01 Hefur ekki enn gefið sig fram Kona sem lögreglan hefur óskað eftir að gefi sig fram vegna nauðgunar sem tilkynnt var um á menningarnótt í Reykjavík hefur enn ekki haft samband við lögregluna. Sautján ára stúlka greindi lögreglunni frá því að tveir menn hefðu ráðist á sig í miðborginni og annar þeirra komið fram vilja sínum. 27.8.2004 00:01 Útför Gylfa Þ. Gíslasonar í dag Útför Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrverandi ráðherra og prófessors, var gerð frá Dómkirkjunni í dag. Gylfi fæddist 7. febrúar árið 1917 en lést 18. ágúst síðastliðinn. Hann var einn helsti stjórnmálaleiðtogi þjóðarinnar á síðustu öld og sat á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn í þrjátíu og tvö ár. 27.8.2004 00:01 Eiríkur og Hjördís sækja um Eiríkur Tómasson, sem Hæstiréttur taldi í fyrra heppilegan til að gegna stöðu hæstaréttardómara, sækir aftur um stöðuna nú. Það gera líka Hjördís Hákonardóttir og Allan Vagn Magnússon. 27.8.2004 00:01 Neytendur hagnast segir SUF Samband ungra framsóknarmanna fagnar því að bankakerfið bæti þjónustu sína við almenning í landinu með því að bjóða húsnæðislán fyrir allt að 80% af kaupverði og á vöxtum sem eru sambærilegir við lánskjör Íbúðalánasjóðs. Í ályktun SUF segist sambandið telja löngu tímabært að bankakerfið taki á þennan hátt þátt í fjármögnun íbúðarhúsnæðis landsmanna. 27.8.2004 00:01 Sjóðurinn gæti orðið gjaldþrota Ef húseigendur kjósa í ríkum mæli að endurfjármagna lán sín hjá bönkunum í ljósi betri kjara gæti Íbúðalánasjóður orðið gjaldþrota að mati forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskólans. Hann ráðleggur Íbúðalánasjóði að bjóða endurfjármögnum húsnæðislána í takt við það sem gerist nú á frjálsum markaði. 27.8.2004 00:01 Færri á fundum Heimdallar Mikillar óánægju gætir meðal fjórtán félaga fyrrum jafnréttis- og frjálshyggjudeildar í Heimdalli; félags ungra Sjálfstæðismanna. Nýkjörin stjórn ákvað að sameina deildirnar nýjum nefndum félagsins án samráðs við nefndarmenn. 27.8.2004 00:01 Verð gæti hækkað tímabundið Ný húsnæðislán bankanna gætu orðið til þess að húsnæði hækkaði tímabundið í verði á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðaverð gæti hins vegar lækkað aftur og niður fyrir veðsetningu. Þá gæti húseignin rétt hrokkið fyrir lánunum, neyddist fólk til að selja. 27.8.2004 00:01 Íslendingar í góðum málum Bæði karlar og konur eiga og vilja taka virkan þátt í heimilislífi og atvinnulífi, en ekki bara öðru hvoru, segir Cherie Blair. Hún segir Íslendinga almennt vel á vegi stadda í jafnréttisbaráttu kynjanna og samtök íslenskra kvenlögfræðinga geti með samvinnu við Evrópusamtök kvenlögfræðinga gert fólk um alla Evrópu upplýstara í jafnréttisbaráttunni. 27.8.2004 00:01 Marco fær ekki dóttur sína Hæstiréttur Íslands dæmdi í gær í máli ítalska fréttamannsins Marcos Brancaccia gegn Snæfríði Baldvinsdóttur, sem hann sakar um að hafa numið dóttur þeirra ólöglega á brott frá Mexíkó. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að samkomulag hefði verið milli Snæfríðar og Marcos um að dóttir þeirra yrði aðeins um skamma hríð í Mexíkó. <font face="Helv"></font> 27.8.2004 00:01 Krefur ráðherra um rökstuðning Helga Jónsdóttir borgaritari hefur óskað eftir rökstuðningi félagsmálaráðherra fyrir því að hafa ráðið Ragnhildi Arnljótsdóttur lögfræðing í stöðu ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, segir það vera með ólíkindum að gengið sé fram hjá Helgu. 27.8.2004 00:01 Sýknaður af manndrápi af gáleysi Fjörtíu og fjögurra ára Þjóðverji var, í Héraðsdómi Reykjaness, sýknaður af manndrápi af gáleysi þegar hann ók ölvaður og velti bíl á Krísuvíkurvegi þann 24. júlí síðastliðinn. Einn farþeganna í bílnum lést af áverkum sínum fimm sólarhringum eftir slysið. Bílstjórinn var sakfelldur fyrir ölvunarakstur og sviptur ökuréttindum í sex mánuði. 27.8.2004 00:01 Kærður fyrir kynferðisofbeldi Fjörutíu og sex ára gamall maður er grunaður um að hafa beitt stúlku á ellefta ári kynferðislegu ofbeldi í Stykkishólmi þegar Danskir dagar voru haldnir þar fyrr í mánuðinum. Málið var kært til lögreglu. 27.8.2004 00:01 Lausn á næstu dögum? Reynt verður að finna lausn á vanda eldri nemenda sem ekki komast inn í framhaldsskóla á næstu dögum segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. Hún segir ekki komið á hreint hve margir nemendur fái ekki inni í skólunum í haust en æskilegast að allir sem þangað eigi erindi komist inn. 27.8.2004 00:01 Gagnagrunnur ekki enn að veruleika Þrátt fyrir fyrirætlanir fjögurra Evrópulanda um að koma á gagnagrunni með heilbrigðis- og erfðaupplýsingum hefur það enn ekki orðið að veruleika. Fjárskortur, málaferli og persónuvernd er meðal þess sem sett hefur strik í reikninginn. 27.8.2004 00:01 Íslenskunám á Netinu Útlendingar geta nú lært íslensku á Netinu því vefnámskeiðinu Icelandic Online var formlega komið í gagnið í Norræna húsinu í dag. Þetta er gagnvirkt námsefni sem samsvarar 45-90 klukkustunda námi og er öllum opið, án endurgjalds. 27.8.2004 00:01 Minnst fimm sækja um Umsóknarfrestur um stöðu hæstaréttardómara rann út á miðnætti en fimm hafa staðfest við Fréttablaðið að hafa sent inn umsókn sína. 27.8.2004 00:01 Bæta má stöðu jafnréttis á Íslandi Cherie Booth, lögmaður og eiginkona Tony Blair, sagði á málþingi í gær að staða kvenna á Íslandi mætti vera betri, samkvæmt tölulegum upplýsingum væri enn langt í land í jafnréttisbaráttunni </font /></b /></font /></b /> 27.8.2004 00:01 Líklegt að Halldór hlusti ekki Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður segir hafa verið áhugavert að fylgjast með hvernig konurnar í Framsóknarflokknum hafi tekið karlana í flokknum á hné sér og rassskellt þá fyrir að vanvirða konur í flokknum og brjóta jafnréttisáætlanir hans. Jóhanna spyr í nýjasta pistlinum á heimasíðu sinni hvort konurnar ætli að fylgja málnu eftir. 26.8.2004 00:01 Stenst samanburð Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri stenst fyllilega samanburð við Landspítala - háskólasjúkrahús og hliðstæð bresk sjúkrahús þegar metin eru afköst og gæði þeirrar þjónustu sem veitt er, segir í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, á sjúkrahúsinu. 26.8.2004 00:01 Mótmæla áróðri gegn þorski Utanríkisráðuneytið sendi í dag bandarísku samtökunum Monteray Bay Aquarium bréf, þar sem brugðist er við áróðursherferð samtakanna gegn neyslu íslenska þorsksins í Bandaríkjunum og í Kanada. 26.8.2004 00:01 Fengu ekki umbeðin gögn Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mættu ekki til fundar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í gær, þar sem afgreidd var viljayfirlýsing um samningaviðræður Orkuveitunnar og Ogvodafone um kaup á Línu.net sem er í eigu Orkuveitunnar. 26.8.2004 00:01 Borgarfyrirtæki í samkeppni seld Samstaða er um það innan R-listans að selja borgarfyrirtækin Vélamiðstöðina og Malbikunarstöðina. Hafa loks fallist á okkar sjónarmið, segir oddviti D-listans. Tilboð Vélamiðstöðvarinnar í verkefni fyrir Sorpu óheppilegt, segir forseti borgarstjórnar. 26.8.2004 00:01 Hélt sig hafa brennst af lýsi Flugvél Icelandair tafðist um 9 klukkustundir á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gær, vegna ótta um að eiturefni væru um borð. Meint eiturefni reyndist vera íslenskt lýsi. Farþegum Icelandair á Heathrow-flugvelli brá heldur í brún í gærdag þegar þeim var ekki hleypt um borð í vél félagsins sem var á leið heim til Íslands. 26.8.2004 00:01 Selja ætti Símann sem allra fyrst Samstaða er innan Sjálfstæðisflokksins að selja Landssímann sem fyrst, segir Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks. 26.8.2004 00:01 Ragnhildur skipuð ráðuneytisstjóri Ragnhildur Arnljótsdóttir lögfræðingur hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu til fimm ára frá og með 15. september. Sjö sóttu um stöðuna en þrír voru taldir hæfastir; Ragnhildur, Helga Jónsdóttir borgarritari, og Hermann Sæmundsson settur ráðuneytisstjóri. 26.8.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
15 sekúndur á listasafni Unglingar voru áberandi á Listasafni Reykjavíkur í dag. Í Hafnarhúsinu var sýnt myndbandsverk sem ber yfirskriftina „15 sekúndur“. Titillinn er ekki tilviljun því listamennirnir, sem voru fjölmargir unglingar, fengu 15 sekúndur til að vera einir með myndavélinni og láta ljós sitt skína. 28.8.2004 00:01
Lína langsokkur í Kringlunni Lína langsokkur var uppi um alla veggi Kringlunnar í Reykjavík í dag. Börn alls staðar af landinu hafa í sumar tekið þátt í teiknimyndasamkeppni Borgarleikhússins og teiknað myndir af Línu í sumarfríi. Hluti myndanna eða um 200 stykki verða til sýnis í Kringlunni næstu daga en úrslit samkeppninnar voru tilkynnt í dag. 28.8.2004 00:01
Olíuverð að sliga veiðar Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir á brattann að sækja hjá útgerðum þar sem lágt afurðaverð fáist fyrir rækju og olíuverð sé í sögulegu hámarki. Yfirmönnum á tveimur rækjuveiðiskipum hjá Þormóði ramma hefur verið sagt upp. </font /></b /> 28.8.2004 00:01
Ráðherra sigldi gámaskipi "Hún lék á alls oddi og náði að sigla skipinu í höfn eftir að hafa lent í þrumuveðri á leiðinni," sagði Jón B. Stefánsson, skólameistari Vélskólans og Stýrimannaskólans, um Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra eftir að hún tók véla- og siglingaherma skólans í notkun á föstudag. 28.8.2004 00:01
Sækja um stöðu Hæstaréttardómara Eiríkur Tómasson, lagaprófessor, Hjördís Hákonardóttir, dómstjóri, og Allan Vagn Magnússon, héraðsdómari, eru á meðal umsækjenda um stöðu Hæstaréttardómara, en frestur til að sækja um stöðuna rennur út í dag. 27.8.2004 00:01
Ógni ekki öryggi starfsmanna Talsmaður Impregilo segir að hvorki ástand sjúkrabíla, né deilur við sjúkraflutningamenn, ógni öryggi starfsmanna við Kárahnjúka. Fjórir sjúkraflutningamenn hafa sagt upp störfum. 27.8.2004 00:01
Níu tilkynntu bílaþjófnað Níu manns hringdu í Lögregluna í Reykjavík nótt og tilkynntu um þjófnað á bifreiðum í ýmsum hverfum borgarinnar. Þegar betur var að gáð kom í ljós að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafði fjarlægt viðkomandi bifreiðar vegna skulda bifreiðaeigenda við hið opinbera. 27.8.2004 00:01
Bann við auglýsingum ólöglegt? EFTA dómstóllinn í Lúxemborg mun skera úr um hvort bann við áfengisauglýsingum í Noregi samræmist EES samningnum. Tilefnið er beiðni frá norska Markaðsráðinu til EFTA-dómstólsins, en ráðið hefur úrskurðarvald í Noregi um lögmæti auglýsinga á vörum og þjónustu. 27.8.2004 00:01
Settur í embætti rektors Dr. Ágúst Sigurðsson hefur verið valinn úr hópi 14 umsækjaenda til að gegna stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands til næstu fimm ára. Skólinn verður til úr sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum og Rannsóknastofnun landbúnaðarins frá og með 1. janúar 2005. 27.8.2004 00:01
Fagnar framtaki viðskiptabanka Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sendi frá sér ályktun í dag þar sem hún fagnar framtaki viðskiptabankanna að bjóða hagstæð húsnæðislán og þeirri samkeppni sem nú hefur myndast á þessum markaði. 27.8.2004 00:01
Hefur ekki kært nauðgun Sautján ára stúlka sem tilkynnti nauðgun til lögreglunnar, á Menningarnótt Reykjavíkur, hefur ekki lagt fram kæru, og óvíst hvort hún geri það. Stúlkan skýrði lögreglunni frá því að tveir menn hefðu ráðist á sig og annar þeirra komið fram vilja sínum. Aðvífandi kona hafi hins vegar hrætt árásarmennina á brott. Sú kona hefur ekki gefið sig fram við lögregluna. 27.8.2004 00:01
Grunaður um kynferðisofbeldi Fjörtíu og sex ára gamall maður er grunaður um að hafa beitt tíu ára telpu kynferðislegu ofbeldi í Stykkishólmi, fyrr í þessum mánuði. Atvikið varð á Dönskum dögum, í Stykkishólmi, hinn fimmtánda þessa mánaðar. 27.8.2004 00:01
Ísland vel á vegi statt Cherie Blair segir Ísland vel á vegi statt í jafnréttisbaráttu kynjanna en þó sé hlutur kvenna í æðstu stöðum dómskerfisins enn of rýr hér á landi. 27.8.2004 00:01
Konungur Svíþjóðar í heimsókn Konungur Svíþjóðar, Karl XVI Gústaf og Silvía drottning ásamt Viktoríu krónprinsessu munu koma í opinbera heimsókn til Íslands í boði forseta Íslands dagana 7. - 9. september nk. 27.8.2004 00:01
Sýknaður af manndrápsákæru Þjóðverji sem ók ölvaður með þeim afleiðingum að bíllinn fót út af og valt við Vatnsskarð var í dag sýknaður af ákæru um manndráp í Héraðsdómi Reykjaness. Félagi mannsins lést í slysinu. 27.8.2004 00:01
Merki UNESCO afhjúpað á Þingvöllum Merki heimsminjaskrár Sameinuðu þjóðanna verður afhjúpað á Þingvöllum við hátíðlega athöfn á morgun. Meðal gesta verður Francesco Bandarin, yfirmaður heimsminjaskifstofu UNESCO, sem mun flytja ávarp ásamt Birni Bjarnasyni, formanni Þingvallanefndar, og Margréti Hallgrímsdóttur, formanni samráðsnefndar um heimsminjaskrá. 27.8.2004 00:01
Málþing um ungt fólk Norrænt málþing um neyslustaðla og lífsstíl unga fólksins verður haldið hér á landi í næstu viku. Til umfjöllunar verða m.a. útfærslur hinna norðurlandanna á svonefndu „standard budsjett“, eða neyslustöðlum, en enginn sambærilegur staðall er til á Íslandi að því er segir í tilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. 27.8.2004 00:01
Samkeppni um brúðkaupstónlist Dómkórinn í Reykjavík hefur ákveðið að efna til verðlaunasamkeppni um tónlist til flutnings við hjónavígslur. Leitað er eftir sönglögum sem höfða til ungs fólks. Tónmenntasjóður Þjóðkirkjunnar veitti nýlega styrki til nýsköpunar og ákvað Dómkórinn að nota það fé sem hann fékk úthlutað til að auðga úrval kirkjulegrar, íslenskrar brúðkaupstónlistar.</font /> 27.8.2004 00:01
Sprengjueyðingarsveitir með æfingu Fjölþjóðleg æfing sprengjueyðingarsveita, Northern Challenge 2004, hefst mánudaginn 30. ágúst og stendur til 3. september næstkomandi. Landhelgisgæslan stendur fyrir æfingunni í samvinnu við Varnarliðið. 27.8.2004 00:01
Lífeyrissjóðirnir fylgja bönkunum Lífeyrissjóðirnir munu fylgja í kjölfar Íbúðalánasjóðs og viðskiptabankanna og lækka vexti á lánum til sjóðsfélaga. Lækkunin tekur einnig til þeirra sem þegar greiða af lánum til sjóðanna. 27.8.2004 00:01
Hefur ekki enn gefið sig fram Kona sem lögreglan hefur óskað eftir að gefi sig fram vegna nauðgunar sem tilkynnt var um á menningarnótt í Reykjavík hefur enn ekki haft samband við lögregluna. Sautján ára stúlka greindi lögreglunni frá því að tveir menn hefðu ráðist á sig í miðborginni og annar þeirra komið fram vilja sínum. 27.8.2004 00:01
Útför Gylfa Þ. Gíslasonar í dag Útför Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrverandi ráðherra og prófessors, var gerð frá Dómkirkjunni í dag. Gylfi fæddist 7. febrúar árið 1917 en lést 18. ágúst síðastliðinn. Hann var einn helsti stjórnmálaleiðtogi þjóðarinnar á síðustu öld og sat á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn í þrjátíu og tvö ár. 27.8.2004 00:01
Eiríkur og Hjördís sækja um Eiríkur Tómasson, sem Hæstiréttur taldi í fyrra heppilegan til að gegna stöðu hæstaréttardómara, sækir aftur um stöðuna nú. Það gera líka Hjördís Hákonardóttir og Allan Vagn Magnússon. 27.8.2004 00:01
Neytendur hagnast segir SUF Samband ungra framsóknarmanna fagnar því að bankakerfið bæti þjónustu sína við almenning í landinu með því að bjóða húsnæðislán fyrir allt að 80% af kaupverði og á vöxtum sem eru sambærilegir við lánskjör Íbúðalánasjóðs. Í ályktun SUF segist sambandið telja löngu tímabært að bankakerfið taki á þennan hátt þátt í fjármögnun íbúðarhúsnæðis landsmanna. 27.8.2004 00:01
Sjóðurinn gæti orðið gjaldþrota Ef húseigendur kjósa í ríkum mæli að endurfjármagna lán sín hjá bönkunum í ljósi betri kjara gæti Íbúðalánasjóður orðið gjaldþrota að mati forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskólans. Hann ráðleggur Íbúðalánasjóði að bjóða endurfjármögnum húsnæðislána í takt við það sem gerist nú á frjálsum markaði. 27.8.2004 00:01
Færri á fundum Heimdallar Mikillar óánægju gætir meðal fjórtán félaga fyrrum jafnréttis- og frjálshyggjudeildar í Heimdalli; félags ungra Sjálfstæðismanna. Nýkjörin stjórn ákvað að sameina deildirnar nýjum nefndum félagsins án samráðs við nefndarmenn. 27.8.2004 00:01
Verð gæti hækkað tímabundið Ný húsnæðislán bankanna gætu orðið til þess að húsnæði hækkaði tímabundið í verði á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðaverð gæti hins vegar lækkað aftur og niður fyrir veðsetningu. Þá gæti húseignin rétt hrokkið fyrir lánunum, neyddist fólk til að selja. 27.8.2004 00:01
Íslendingar í góðum málum Bæði karlar og konur eiga og vilja taka virkan þátt í heimilislífi og atvinnulífi, en ekki bara öðru hvoru, segir Cherie Blair. Hún segir Íslendinga almennt vel á vegi stadda í jafnréttisbaráttu kynjanna og samtök íslenskra kvenlögfræðinga geti með samvinnu við Evrópusamtök kvenlögfræðinga gert fólk um alla Evrópu upplýstara í jafnréttisbaráttunni. 27.8.2004 00:01
Marco fær ekki dóttur sína Hæstiréttur Íslands dæmdi í gær í máli ítalska fréttamannsins Marcos Brancaccia gegn Snæfríði Baldvinsdóttur, sem hann sakar um að hafa numið dóttur þeirra ólöglega á brott frá Mexíkó. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að samkomulag hefði verið milli Snæfríðar og Marcos um að dóttir þeirra yrði aðeins um skamma hríð í Mexíkó. <font face="Helv"></font> 27.8.2004 00:01
Krefur ráðherra um rökstuðning Helga Jónsdóttir borgaritari hefur óskað eftir rökstuðningi félagsmálaráðherra fyrir því að hafa ráðið Ragnhildi Arnljótsdóttur lögfræðing í stöðu ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, segir það vera með ólíkindum að gengið sé fram hjá Helgu. 27.8.2004 00:01
Sýknaður af manndrápi af gáleysi Fjörtíu og fjögurra ára Þjóðverji var, í Héraðsdómi Reykjaness, sýknaður af manndrápi af gáleysi þegar hann ók ölvaður og velti bíl á Krísuvíkurvegi þann 24. júlí síðastliðinn. Einn farþeganna í bílnum lést af áverkum sínum fimm sólarhringum eftir slysið. Bílstjórinn var sakfelldur fyrir ölvunarakstur og sviptur ökuréttindum í sex mánuði. 27.8.2004 00:01
Kærður fyrir kynferðisofbeldi Fjörutíu og sex ára gamall maður er grunaður um að hafa beitt stúlku á ellefta ári kynferðislegu ofbeldi í Stykkishólmi þegar Danskir dagar voru haldnir þar fyrr í mánuðinum. Málið var kært til lögreglu. 27.8.2004 00:01
Lausn á næstu dögum? Reynt verður að finna lausn á vanda eldri nemenda sem ekki komast inn í framhaldsskóla á næstu dögum segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. Hún segir ekki komið á hreint hve margir nemendur fái ekki inni í skólunum í haust en æskilegast að allir sem þangað eigi erindi komist inn. 27.8.2004 00:01
Gagnagrunnur ekki enn að veruleika Þrátt fyrir fyrirætlanir fjögurra Evrópulanda um að koma á gagnagrunni með heilbrigðis- og erfðaupplýsingum hefur það enn ekki orðið að veruleika. Fjárskortur, málaferli og persónuvernd er meðal þess sem sett hefur strik í reikninginn. 27.8.2004 00:01
Íslenskunám á Netinu Útlendingar geta nú lært íslensku á Netinu því vefnámskeiðinu Icelandic Online var formlega komið í gagnið í Norræna húsinu í dag. Þetta er gagnvirkt námsefni sem samsvarar 45-90 klukkustunda námi og er öllum opið, án endurgjalds. 27.8.2004 00:01
Minnst fimm sækja um Umsóknarfrestur um stöðu hæstaréttardómara rann út á miðnætti en fimm hafa staðfest við Fréttablaðið að hafa sent inn umsókn sína. 27.8.2004 00:01
Bæta má stöðu jafnréttis á Íslandi Cherie Booth, lögmaður og eiginkona Tony Blair, sagði á málþingi í gær að staða kvenna á Íslandi mætti vera betri, samkvæmt tölulegum upplýsingum væri enn langt í land í jafnréttisbaráttunni </font /></b /></font /></b /> 27.8.2004 00:01
Líklegt að Halldór hlusti ekki Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður segir hafa verið áhugavert að fylgjast með hvernig konurnar í Framsóknarflokknum hafi tekið karlana í flokknum á hné sér og rassskellt þá fyrir að vanvirða konur í flokknum og brjóta jafnréttisáætlanir hans. Jóhanna spyr í nýjasta pistlinum á heimasíðu sinni hvort konurnar ætli að fylgja málnu eftir. 26.8.2004 00:01
Stenst samanburð Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri stenst fyllilega samanburð við Landspítala - háskólasjúkrahús og hliðstæð bresk sjúkrahús þegar metin eru afköst og gæði þeirrar þjónustu sem veitt er, segir í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, á sjúkrahúsinu. 26.8.2004 00:01
Mótmæla áróðri gegn þorski Utanríkisráðuneytið sendi í dag bandarísku samtökunum Monteray Bay Aquarium bréf, þar sem brugðist er við áróðursherferð samtakanna gegn neyslu íslenska þorsksins í Bandaríkjunum og í Kanada. 26.8.2004 00:01
Fengu ekki umbeðin gögn Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mættu ekki til fundar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í gær, þar sem afgreidd var viljayfirlýsing um samningaviðræður Orkuveitunnar og Ogvodafone um kaup á Línu.net sem er í eigu Orkuveitunnar. 26.8.2004 00:01
Borgarfyrirtæki í samkeppni seld Samstaða er um það innan R-listans að selja borgarfyrirtækin Vélamiðstöðina og Malbikunarstöðina. Hafa loks fallist á okkar sjónarmið, segir oddviti D-listans. Tilboð Vélamiðstöðvarinnar í verkefni fyrir Sorpu óheppilegt, segir forseti borgarstjórnar. 26.8.2004 00:01
Hélt sig hafa brennst af lýsi Flugvél Icelandair tafðist um 9 klukkustundir á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gær, vegna ótta um að eiturefni væru um borð. Meint eiturefni reyndist vera íslenskt lýsi. Farþegum Icelandair á Heathrow-flugvelli brá heldur í brún í gærdag þegar þeim var ekki hleypt um borð í vél félagsins sem var á leið heim til Íslands. 26.8.2004 00:01
Selja ætti Símann sem allra fyrst Samstaða er innan Sjálfstæðisflokksins að selja Landssímann sem fyrst, segir Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks. 26.8.2004 00:01
Ragnhildur skipuð ráðuneytisstjóri Ragnhildur Arnljótsdóttir lögfræðingur hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu til fimm ára frá og með 15. september. Sjö sóttu um stöðuna en þrír voru taldir hæfastir; Ragnhildur, Helga Jónsdóttir borgarritari, og Hermann Sæmundsson settur ráðuneytisstjóri. 26.8.2004 00:01