Fleiri fréttir

Sameining á Héraði staðfest

Félagsmálaráðurneytið hefur staðfest sameiningu Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs í eitt sveitarfélag. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna þriggja hafa nú þegar hafið vinnu við þau fjölmörgu verkefni sem snúa að sameiningunni en ný sveitarstjórn mun taka við völdum 1. nóvember næstkomandi að því er segir í frétttatilkynningu.

Nefndin kynnir sér orkulindir

Bandarísk sendinefnd, undir forystu Johns McCains öldungadeildarþingmanns, kom til landsins í morgun til þess að kynna sér umhverfisvænar orkulindir. Meðal þingmannanna er einnig Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður frá New York og eiginkona Bills Clintons, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Lögreglan varar við tölvupósti

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra varar fólk við að senda svokölluð pin-númer kredit- eða debetkorta með tölvupósti. Embættinu hafa að undanförnu borist upplýsingar frá einstaklingum og fyrirtækjum hér á landi sem hafa fengið tölvupóst sem ber það með sér að vera frá Citibank.

Clinton á Þingvöllum

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er nú á Þingvöllum en hann lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan níu í morgun. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, hefur fylgt honum frá komunni til landsins og segir ýmsar tilfæringar eiga sér stað á dagskránni.

Ákvörðuninni ekki breytt

Stjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi krefst þess að formaður og þingflokkur Framsóknarflokksins falli frá þeirri ákvörðun að láta Siv Friðleifsdóttur hætta í ríkisstjórn og tryggi henni áframhaldandi ráðherraembætti eftir að flokkurinn tekur við forsætisráðuneytinu 15. september.

Marco svarar Jóni Baldvini

Ítalski fréttamaðurinn Marco Brancaccia, sem á í forræðisdeilu við Snæfríði Baldvinsdóttur, hyggst svara Morgunblaðsgrein Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram, foreldra Snæfríðar, í vikunni.

Færri skordýr en áður í sumar

Mun færri geitungar og önnur skordýr eru á sveimi á höfuðborgarsvæðinu en venja er á þessum árstíma. Það kann að hljóma undarlega, en á sama tíma og hvert hitametið féll á eftir öðru í sumar virðist sem geitungar og ýmis önnur skordýr hafi nánast gufað upp í veðurblíðunni.

Hlutverk sjóðsins endurskoðað?

Ef viðskiptabankar geta boðið lán til íbúðakaupa á betri kjörum en Íbúðalánasjóður ber stjórnvöldum að endurskoða hlutverk hans. Þetta segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sem telur ekki komið að endalokunum enn þrátt fyrir útspil KB banka í gær.

Clinton á gangi um miðbæinn

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fór á Þingvelli fyrir hádegi og fékk leiðsögn Sigurðar Líndal prófessors. Síðar í dag mun hann hitta forsætisráðherra, forseta Íslands og utanríkisráðherra. Clinton segir íslensku ráðamennina ráða umræðuefninu.

Íslenskur sendiherra í Makedóníu

Stefán Skjaldarson sendiherra afhenti í dag forseta Makedóníu trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Makedóníu með búsetu í Ósló. Í samtali þeirra kom fram að Makedónía leggur ofuráherslu á aðild sína að NATO og Evrópusambandinu.

SPRON býður sömu kjör og KB banki

SPRON hyggst bjóða íbúðalán sem bera 4,4% vexti líkt og KB banki hefur ákveðið að gera og kynnti í gær. Í tilkynningu frá SPRON segir að viðskiptavinir, sem eru skráðir í fjölskylduþjónustu sparisjóðsins, geti lækkað vaxtagreiðslur sínar enn frekar þar sem skilvísir lántakendur fái endurgreiðslu á hluta greiddra vaxta.

Kerfinu ekki breytt

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að fella niður útflutningsálag á kvóta. Hann segist þó sjá það í hendi sér að sérstækar aðgerðir, eins og útflutningsálag, byggðakvóti og línuívilnun, bitni á byggðarlögum sem ekki njóti slíkra aðgerða.

Stendur ekki til að breyta

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að fella niður útflutningsálag á kvóta. Hann segist þó sjá það í hendi sér að sérstækar aðgerðir, eins og útflutningsálag, byggðakvóti og línuívilnun, bitni á byggðarlögum sem ekki njóti slíkra aðgerða.

Stjórnin deilir um skattalækkun

Deilt er um það í ríkisstjórninni hvenær lækka eigi skatta. Framsóknarmenn vilja bíða með að lækka tekjuskatt þar til lengra er liðið á kjörtímabilið en sjálfstæðismenn vilja byrja að lækka hann strax á næsta ári. 

Mæðgin sluppu úr eldsvoða

Gamalt íbúðarhús við Sævarstíg á Sauðárkróki skemmdist talsvert í eldi í morgun. Mæðgin sem voru í viðbyggingu sakaði ekki. Vegfarandi kallaði á slökkvilið rétt klukkan rúmlega átta og að sögn lögreglu gekk slökkvistarf vel. Eldsupptök eru ókunn en lögregla rannsakar málið.

Bakslag í jafnrétti ásættanlegt

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir bakslag í jafnréttismálum Framsóknarflokksins, við fráhvarf Sivjar Friðleifsdóttur úr stóli umhverfisráðherra, ásættanlegt því það sé tímabundið.

Kjaradeila kennara óleyst

Fámennur vinnuhópur kennara og launanefndar sveitarfélaganna áttu gagnlegt spjall í húsakynnum Kennarasambandsins í gær. Deilendur hittast aftur í dag. Rætt hefur verið um vinnutíma og verkefnastjórnun.

Fullkomin útsendingargæði

Sjónvarpsstöðvar Íslenska útvarpsfélagsins senda út stafrænt frá 1. nóvember. Það er bylting í sjónvarpsútsendingum á Íslandi, segir Sigurður G. Guðjónsson, útvarpsstjóri félagsins og forstjóri Norðurljósa. Breytingarnar kosti fyrirtækið um 400 milljónir.

Heilsa Davíðs batnaði stórlega

Clinton-hjónin heimsóttu Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ástríði eiginkonu hans á heimili þeirra í Skerjafirði síðdegis. Davíð sagði heimsóknina hafa verið svo skemmtilega að heilsan hefði batnað stórlega. Hillary Clinton öldungadeildarþingmaður lofaði efnahagsstefnu Davíðs sérstaklega.

Lögreglan stórslasaði lögfræðinema

Lögfræðineminn Páll Heiðar Halldórsson hefur kært lögreglumann fyrir að hafa stofnað lífi sínu og heilsu í stórhættu. Lögreglumaður ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Pál Heiðar sem ók þar um á vélhjóli og lá óvígur eftir. Lögreglan ber því við að hér hafi verið um slys að ræða. Ríkissaksóknari rannsakar málið.

Borgin beggja vegna borðsins

Fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar er meðal fyrirtækja sem bjóða í gámaleigu, flutning og losun fyrir þrjár endurvinnslustöðvar Sorpu en tilboðin verða kynnt í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á Vélamiðstöðin ehf. lægsta tilboð í verkið fyrir eina af endurvinnslustöðvunum.

Borgin greiðir helming

Borgarráð samþykkti í gær fjárveitingu til að standa undir helmingi kostnaðar við dagvistun fatlaðra nema við Öskjuhlíðarskóla í þeirri trú að Félagsmálaráðuneytið leggði fram helming á móti borginni. Um 10.5 milljónir króna er að ræða en rekstarkostnaður allt skólaárið nemur 21 milljón.

Clinton á ferðinni

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er í einkaheimsókn hér á landi. Hann fór víða í dag, skoðaði sig um á Þingvöllum, hitti fólk á förnum vegi, ræddi við ráðamenn og fékk sér pylsu á Bæjarins bestu.

Mikil samkeppni á íbúðalánamarkaði

Viðskiptabankarnir eru komnir í mikla samkeppni á íbúðalánamarkaði eftir að KB banki bauð áður óþekkt kjör í gær. Hlutverk Íbúðalánasjóðs verður líklega endurskoðað, haldi þróun á markaðnum áfram í sömu átt, segir forstjóri sjóðsins. Formaður Félags fasteignasala fagnar nýjungunum og segir að Ísland hafi hoppað inn í nútímann.

Framalausar framsóknarkonur?

Varaþingmaður Framsóknarflokksins segir að þær konur sem aðallega hafi gagnrýnt formann flokksins að undanförnu séu þær sem hafi mistekist að komast til metorða í flokknum. Hann segir að Siv Friðleifsdóttir hafi einfaldlega ekki notið stuðnings þingflokksins og að það hafi ekkert með jafnréttismál að gera. 

Varnarliðið verði áfram

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain telur að Bandaríkin eigi að halda uppi trúverðugum vörnum hér á landi. Hann á sæti í hermáladeild þingsins og er mikill áhrifamaður í Bandaríkjunum.

Dáist að orkunýtingu Íslendinga

Hillary Clinton öldungadeildarþingmaður segir að áhersla Íslendinga á hreina og endurnýjanlega orku sé aðdáunarverð. Hún vonast eftir náinni samvinnu Íslands og Bandaríkjanna á því sviði.

Eini skriðjökull landsins

Reykjarfjarðarjökull sem gengur niður úr Drangajökli á Vestfjörðum hefur skriðið á annað hundrað metra á síðustu þremur árum. Hann er eini jökull landsins sem skríður fram. Einn helsti jöklafræðingur landsins segir að búast megi við að jökullinn skríði nokkur hundruð metra á þessum áratug. 

Graðhestaskyrið liðin tíð

Það er mikill munur á graðhestaskyrinu sem Íslendingar borðuðu fyrir 30 árum og fjölbreyttri, íslenskri matvælaframleiðsu nútímans, segir landbúnaðarráðherra. Samt á íslenskur iðnaður undir högg að sækja, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Fréttastofan fylgdist með þegar landsátakinu „Veljum íslenskt“ var hleypt af stokkunum í dag.

Sprengjuhótun í vél Íslandsflugs

Boeing 737 þota Íslandsflugs, með 146 farþega innanborðs, þurfti að lenda á flugvellinum í Lyon í Frakklandi í gærkvöld vegna sprengjuhótunar. Svo virðist sem um gabb hafi verið að ræða. Flugvélin var í leiguflugi á leið frá Napolí til Dyflinnar þegar einn flugliði fann miða á salerni vélarinnar sem á stóð „Sprengja 11. september“.

Nauðgaranna enn leitað

Lögreglan í Reykjavík leitar enn tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa nauðgað tvítugri stúlku í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt. Að hennar sögn kom önnur kona aðvífandi og stöðvaði ódæðismennina og telur lögregla að hún geti hjálpað við rannsókn málsins.

Fótbrotnaði við Skorravíkurá

Björgunarsveitin Ósk í Búðardal sótti fótbrotinn ferðamann við fossinn í Skorravíkurá á Fellsströnd við Hvammsfjörð síðdegis í gær. Maðurinn var þar á ferð ásamt fleira fólki þegar hann missti fótana í klettum, sem liggja við hlið fossins, með þeim afleiðingum að hann hrapaði niður nokkra metra og ökklabrotnaði.

Rólegt í Reykjavík

Fremur rólegt var í miðbæ Reykjavíkur í nótt og að sögn lögreglunnar virðist sem allur vindur hafi verið úr skemmtanaglöðum borgarbúum eftir metfjölda á Menningarnótt. Brotist var inn í bifreið á bílasölu í austurbænum um miðnættið og stolið úr henni hljómtækjum. Tveir menn fundust skömmu síðar, grunaðir um þjófnaðinn, og eru þeir nú yfirheyrðir hjá lögreglu.

Grunnskólar að hefjast

Um 45 þúsund grunnskólabörn eru nú að hefja nám á ný eftir sumarleyfi. Í Reykjavík verða allir grunnskólar settir í dag, utan einn, og fara því um 15 þúsund nemendur í skóla borgarinnar í dag. Lögregla og björgunarsveitir hvetja ökumenn til hafa þetta í huga og sýna varúð í umferðinni.

Hugsanleg íkveikja í Keflavík

Á fimmta tímanum í morgun var tilkynnt um lausan eld í ruslatunnum, utan við iðnaðarhúsnæði á Iðavöllum í Keflavík, að því er vefur Víkurfrétta greinir frá. Slökkviliðsbifreið frá Brunavörnum Suðurnesja og lögregla fór á staðinn.

Siðanefnd kærir úrskurðinn

Siðanefnd Háskóla Íslands hefur ákveðið að kæra úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í liðinni viku þess efnis að sýslumanni beri að setja lögbann á umfjöllun siðanefndar um bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness.

Bolvíkingar búnir að safna fénu

Bolvíkingar hafa safnað nægu fé fyrir sjónvarpssendi Skjás eins í Bolungarvík en eins og áður hefur verið greint frá þurftu heimamenn að afla 900 þúsund króna, eða helming af kostnaðinum við uppsetningu sendisins, að því er vefur Bæjarins besta greinir frá.

Vitnis leitað vegna nauðgunar

Lögreglan í Reykjavík leitar enn að konu sem kann að geta veitt upplýsingar um nauðgun sem kærð var á Menningarnótt. Stúlka um tvítugt segir að tveir menn hafi ráðist á sig um miðnætti og nauðgað sér.

Alvarlega slösuð eftir bílveltu

Kona og unglingspiltur slösuðust alvarlega þegar jeppi fór út af Suðurlandsvegi við bæinn Steina undir Eyjafjöllum í gærkvöld. Fjórir voru í bílnum. Tildrög slyssins eru í rannsókn en sjónarvottar segja að jeppinn hafi ekið um stund á löglegum hraða en skyndilega skrikað til á veginum, farið yfir á rangan vegarhelming og út af vinstra megin.

Guðni vildi ekki víkja Siv

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir þá ákvörðun þingflokksins að Siv Friðleifsdóttir skyldi víkja úr ríkisstjórn hafa valdið mikilli ólgu innan flokksins. Hann leggur áherslu á að þetta hafi ekki verið sú leið sem hann vildi fara.

Óvenjumargir ísjakar á Húnaflóa

Óvenjumargir stórir borgarísjakar eru nú komnir inn á Húnaflóa. Veðurstofan varar skip og báta við sjóferðum út af norðvestanverðu landinu.

Akstur barna í skólann hættulegur

Um 45 þúsund grunnskólabörn setjast nú á skólabekk eftir sumarleyfi. Hætta getur verið á slysum við skólana en hún stafar ekki síst af því að of margir foreldrar aka börnunum sínum í skólann. 

Sprengjuhótunin dýrt spaug

Boeing 737 þota Íslandsflugs, með 146 farþega innanborðs, þurfti að lenda á flugvellinum í Lyon í Frakklandi í gærkvöld vegna sprengjuhótunar. Þarna var þó um gabb að ræða, eða öllu heldur fremur dýrt spaug. Flugvélin var í leiguflugi á leið frá Napolí til Dyflinnar þegar einn flugliði fann miða á salerni vélarinnar sem á stóð „Sprengja 11. september“.

Fólksfjölgun markmiðið

Bolvíkingar hafa uppi metnaðarfull áform þessa vikuna en í gær var blásið til ástarviku í bænum. Soffía Vagnsdóttir, oddviti minnihlutans í bæjarstjórn, er í forsvari fyrir hátíðina og segir hún að eitt stórt markmið felist með hátíðahöldunum: að fjölga bæjarbúum. Í maí á næsta ári verði svo fylgst grannt með því hvernig fólk hefur staðið sig.

Jafnaðarmenn harma hvarf Sivjar

Ungir jafnaðarmenn harma niðurstöðu þingflokks Framsóknarflokks um að fækka konum í ríkisstjórn að því er segir í ályktun þeirra sem samþykkt var á landsþingi Ungra jafnaðarmanna í Hveragerði um helgina og send var fjölmiðlum áðan.

Sjá næstu 50 fréttir