Innlent

Mæðgin sluppu úr eldsvoða

Gamalt íbúðarhús við Sævarstíg á Sauðárkróki skemmdist talsvert í eldi í morgun. Mæðgin sem voru í viðbyggingu sakaði ekki. Vegfarandi kallaði á slökkvilið rétt klukkan rúmlega átta og að sögn lögreglu gekk slökkvistarf vel. Eldsupptök eru ókunn en lögregla rannsakar málið. Húsið sem skemmdist heitir Skorrastaðir og var byggt árið 1927. Annað nýrra hús er sambyggt því og talsvert yngra. Það var eldra húsið sem skemmdist en það hefur staðið autt um tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×