Innlent

Fótbrotnaði við Skorravíkurá

Björgunarsveitin Ósk í Búðardal sótti fótbrotinn ferðamann við fossinn í Skorravíkurá á Fellsströnd við Hvammsfjörð síðdegis í gær. Maðurinn var þar á ferð ásamt fleira fólki þegar hann missti fótana í klettum, sem liggja við hlið fossins, með þeim afleiðingum að hann hrapaði niður nokkra metra og ökklabrotnaði. Fimm björgunarsveitarmenn ásamt sjúkraliði þurftu að bera manninn í sjúkrabörum upp 700 metra snarbratta hlíð þar sem hægt var að koma honum í jeppa björgunarsveitarinnar. Þaðan var svo ekið með manninn upp á þjóðveg og til sjúkrabifreiðar, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Myndin er frá Búðardal.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×