Framalausar framsóknarkonur? 24. ágúst 2004 00:01 Varaþingmaður Framsóknarflokksins segir að þær konur sem aðallega hafi gagnrýnt formann flokksins að undanförnu séu þær sem hafi mistekist að komast til metorða í flokknum. Hann segir að Siv Friðleifsdóttir hafi einfaldlega ekki notið stuðnings þingflokksins og að það hafi ekkert með jafnréttismál að gera. Varaþingmaður Halldórs Ásgrímssonar, Guðjón Ólafur Jónsson, fer mikinn í pistli á hrifla.is vegna óánægju framsóknarkvenna með þá ákvörðun formannsins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn. Hann segir málið einfalt: Siv hafi einfaldlega ekki notið nægilegs trausts í þingflokknum og að það hafi ekkert með jafnréttismál að gera. Hann segir Halldór hafa rætt við alla þingmennina og í þeim viðtölum hafi komið fram að Siv nyti ekki meiri stuðnings en það að þingflokkurinn vildi alla vega fimm ráðherra frekar en hana. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fær sinn skammt í pistlinum og segir Guðjón hann ekki vera í takt við Framsóknarflokkinn. Hann telur það segja sig sjálft. Guðjón segir að auglýsing framóknarkvenna í síðustu viku hafi endanlega gert vonir Sivjar um frekari ráðherradóm að þessu sinni að engu. Hann segir að með þessu hafi konurnar stillt Halldóri upp við vegg og hann ekki átt annarra kosta völ en að fara að vilja þingflokksins. Þá segir Guðjón að stuðningsmenn Sivjar og Jónínu Bjartmarz hafi hreytt ónotum í Árna Magnússon félagsmálaráðherra eftir að slagurinn hafi tapast. Þetta hafi komið fram í fjölmiðlum í síðustu viku. Guðjón segir að gagnrýnisraddirnar komi úr börkum kvenna sem einhvern tímann, einhvers staðar, hafi orðið fyrir vonbrigðum með eigin framgang í Framsóknarflokknum. Aðspurður um um hvaða konur sé að ræða segir hann að menn verði að ráða í það sjálfir og að þær konur taki þetta til sín sem eigi. Guðjón segir að lokum að formaður Framsóknarflokksins hafi mátt sæta árásum og hótunum af hálfu samflokksmanna sinna. Spurður hvort hann telji gagnrýni á formann flokksins vera árásir og hótanir segir Guðjón alla gagnrýni vera af hinu góða en hún verði líka að vera málefnaleg. Hann fullyrðir að lokum að allt sem standi í pistli sínum sé satt og rétt og enginn hafi getað hnikað því. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Varaþingmaður Framsóknarflokksins segir að þær konur sem aðallega hafi gagnrýnt formann flokksins að undanförnu séu þær sem hafi mistekist að komast til metorða í flokknum. Hann segir að Siv Friðleifsdóttir hafi einfaldlega ekki notið stuðnings þingflokksins og að það hafi ekkert með jafnréttismál að gera. Varaþingmaður Halldórs Ásgrímssonar, Guðjón Ólafur Jónsson, fer mikinn í pistli á hrifla.is vegna óánægju framsóknarkvenna með þá ákvörðun formannsins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn. Hann segir málið einfalt: Siv hafi einfaldlega ekki notið nægilegs trausts í þingflokknum og að það hafi ekkert með jafnréttismál að gera. Hann segir Halldór hafa rætt við alla þingmennina og í þeim viðtölum hafi komið fram að Siv nyti ekki meiri stuðnings en það að þingflokkurinn vildi alla vega fimm ráðherra frekar en hana. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fær sinn skammt í pistlinum og segir Guðjón hann ekki vera í takt við Framsóknarflokkinn. Hann telur það segja sig sjálft. Guðjón segir að auglýsing framóknarkvenna í síðustu viku hafi endanlega gert vonir Sivjar um frekari ráðherradóm að þessu sinni að engu. Hann segir að með þessu hafi konurnar stillt Halldóri upp við vegg og hann ekki átt annarra kosta völ en að fara að vilja þingflokksins. Þá segir Guðjón að stuðningsmenn Sivjar og Jónínu Bjartmarz hafi hreytt ónotum í Árna Magnússon félagsmálaráðherra eftir að slagurinn hafi tapast. Þetta hafi komið fram í fjölmiðlum í síðustu viku. Guðjón segir að gagnrýnisraddirnar komi úr börkum kvenna sem einhvern tímann, einhvers staðar, hafi orðið fyrir vonbrigðum með eigin framgang í Framsóknarflokknum. Aðspurður um um hvaða konur sé að ræða segir hann að menn verði að ráða í það sjálfir og að þær konur taki þetta til sín sem eigi. Guðjón segir að lokum að formaður Framsóknarflokksins hafi mátt sæta árásum og hótunum af hálfu samflokksmanna sinna. Spurður hvort hann telji gagnrýni á formann flokksins vera árásir og hótanir segir Guðjón alla gagnrýni vera af hinu góða en hún verði líka að vera málefnaleg. Hann fullyrðir að lokum að allt sem standi í pistli sínum sé satt og rétt og enginn hafi getað hnikað því.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira