Fleiri fréttir

Sameining HR og THÍ í burðarliðnum

Forystumenn Tækniháskóla Íslands (THÍ) og Háskólans í Reykjavík (HR) hafa átt í viðræðum undanfarnar vikur um samvinnu eða samruna þessara tveggja háskóla að frumkvæði menntamálaráðuneytisins. 

Samstarf Og Vodafone og Orkuveitu

Forstjórar Og Vodafone og Orkuveitu Reykjavíkur hafa undirritað viljayfirlýsingu um að félögin eigi samstarf um að ljósleiðaravæða heimili og fyrirtæki í landinu.

Hitasvæði í Eyjafirði rannsakað

Gríðarlega fjölbreytt dýra- og plöntulíf er á jarðhitasvæðinu í Eyjafirði. Búið er að mynda hóp vísindamanna sem á að rannsaka svæðið frekar.

Orkuveitan losar sig við Línu.net

Og Vodafone og Orkuveita Reykjavíkur hafa undirritað viljayfirlýsingu um að félögin eigi samstarf um ljósleiðaravæðingu heimila og fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu.

Skortur á gangbrautum

Víða í höfuðborginni er skortur á gangbrautum. Fjölgun þeirra þarf þó ekki að vera af hinu góða segir verkfræðingur hjá umhverfis- og tæknisviði Reykjavíkurborgar. 

Siv aftur í ríkisstjórn?

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að formaður flokksins og aðrir forystumenn haldi fund með óánægjuöflum innan flokksins til að freista þess að ná sáttum. Hann segir mikilvægt að fullvissa jafnréttissinna um að Siv Friðleifsdóttir snúi aftur í ríkisstjórn. 

Mannekla í heilsdagsskólum

Sextíu börn í grunnskólum höfuðborgarinnar fá ekki inni í heilsdagsskólum vegna manneklu. Stefnt er að því að leysa málið fyrir mánaðamót.

Forræðisdeila yfir hundum

Sambýlismaður kattakonunnar, Guðrúnar Sigríðar Stefánsdóttur, vill forræði yfir hundum þeirra.Um er að ræða sjö hunda af chihuahua- og labradortegund sem að líkindum verður lógað ef hann fær þá ekki.

Hundruðum nemenda vísað frá

Mörg hundruð nemendur fá ekki vist í framhaldsskólum landsins í haust. Þingmaður Vinstri-grænna segir þetta stríða gegn menntastefnu stjórnvalda þar sem kveðið sé á um að fólk sem horfið hafi frá námi í framhaldsskóla fái tækifæri til þess að taka upp þráðinn að nýju.

Óvissa um skattalækkanir

Ekki liggur endanlega fyrir hvernig staðið verður að skattalækkunum sem kveðið er á um í stjórnarsá<font size="2"></font>ttmála. Fyrstu drög að fjárlögum fyrir næsta ár voru kynnt á þingflokksfundum stjórnarflokkanna sem enn stóðu yfir rétt fyrir fréttir.

Íbúðalán á lægri vöxtum

KB banki býður lán á lægri vöxtum en Íbúðalánasjóður til íbúðakaupa eða endurfjármögnunar á eldri lánum. Ekkert þak er á lánunum en miðað er við að lána ekki meira en sem nemur brunabótamati eignar.

Ásatrúarmenn helga Kárahnjúka

Ásatrúarmenn og náttúruunnendur fjölmenntu við Kárahnjúka í gær og helguðu landið og báðu því griða. Allsherjargoði segir að ekki megi gefast upp, landið og umheimurinn eigi það inni hjá mönnum.

Hugað að sameiningu

Forystumenn Tækniháskólans og Háskóla Reykjavíkur hafa átt viðræður undanfarnar vikur um samvinnu eða samruna skólanna tveggja.

Þrauka frekar en að hækka

;Við höfum ekki í hyggju að hækka fargjöld þrátt fyrir hækkanir olíuverðs. Þó að þetta sé hækkun á einum kostnaðarlið þá reynum við að mæta því með því að minnka kostnað annars staðar," segir Ólafur Hauksson, talsmaður Iceland Express.

Enn beðið eftir áverkavottorði

Rannsókn á líkamsárás sem átti sér stað í Öxnadal fimmta ágúst er á lokastigi að sögn Daníels Snorrasonar, hjá lögreglunni á Akureyri.

Íslandsflugi dýrt spaug

Kostnaður vegna sprengjugabbs í flugvél Íslandsflugs hleypur á milljónum, segir Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins.

Grunnskólanemum fækkar lítillega

Um 15% landsmanna hóf nám í grunnskólum landsins í gær. Börnin velta lítið fyrir sér yfirvofandi verkfalli kennarar, segir skólastjóri Ölduselsskóla. Fræðslustjóri Reykjavíkur segir aldrei auðveldara að ráða kennara.</font /></b />

Málið snýst ekki um jafnrétti

Varaþingmaður Framsóknarflokksins segir að það hefði verið vantraust á þann ráðherra sem hefði verið látinn standa upp fyrir Siv Friðleifsdóttur. Ákvörðunin snúist ekki um jafnrétti heldur skorti Siv stuðning innan þingflokksins. Framsóknarkonur segja ummæli hans um framsóknarkonur á hrifla.is lýsa lítilsvirðingu í garð kvenna.

Bankalán keppa við Íbúðalánasjóð

KB banki kynnti í gær lán með fyrsta veðrétti í íbúð með 4,4 prósenta vöxtum. Bankinn segist með þessu vera að standa við loforð um að viðskiptavinir njóti stærðar bankans. Vextirnir sem standa viðskiptavinunum til boða eru 0,1 prósenti lægri en vextir Íbúðalánasjóðs.

98 útköll frá miðnætti

Miðað við umfang hátíðarinnar verður ekki annað sagt en að hún hafi farið vel fram í stórum dráttum. Veður var eins og best verður á kosið, heiður himinn og hægur andvari. Miklar umferðarteppur mynduðust á helstu götum í kringum miðborgina þegar allur þessi fjöldi sneri heim á leið um miðnætti, og var algengt að það tæki fólk á aðra klukkustund að komast úr þvögunni.

Framsóknarkonur íhuga sérframboð

Formaður Kvenréttindafélags Íslands er undrandi og hneykslaður yfir brottvikningu Sivjar úr ráðherrastóli. Jafnréttisfulltrúi flokksins segir að fái konur ekki brautargengi innan flokksins komi sérframboð til greina.

Metfjöldi á Menningarnótt

Skipuleggjendur og lögregla áætla að hundrað þúsund manns að minnsta kosti hafi komið saman í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt í gær. Fjöldinn hefur að líkindum aldrei verið meiri.

Framsóknarklíka of valdamikil

Elsa B. Friðfinnsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona heilbrigðisráðherra og Framsóknarmaður til margra ára, telur að til sé að verða harður kjarni manna í Framsóknarflokknum sem líði ekki gagnrýni og málefnalega umræðu í flokknum.

Ásatrúarmenn mótmæla virkjun

Ásatrúarfélagið og Náttúruvaktin standa fyrir mótmælum gegn Kárahnjúkavirkjun á virkjunarsvæðinu í dag. Ásatrúarmenn með Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoða í fararbroddi, halda blót við Kárahnjúka og helga land.

Ferðaþjónusta í Reykjarfirði

Um 500 manns hafa lagt leið sína í Reykjarfjörð á Vestfjörðum í sumar. Ferðamönnum þangað fjölgar ár frá ári, þrátt fyrir að enginn sé þangað vegurinn.

Kötlutangi enn syðsti oddinn

Kötlutangi heldur enn stöðu sinni sem syðsti oddi Íslands, þótt hann hafi minnkað verulega frá Kötlugosinu árið 1918. Dyrhólaey við Mýrdal, þessi viðfrægi klettur með gatinu, var löngum syðsti oddi Íslands. Það breyttist hins vegar í Kötlugosinu árið 1918 en hið gríðarlega hlaup sem þá rann fram Mýrdalssand bætti nokkrum kílómetrum við suðurströnd Íslands.

Börn læri á umferðina

Það er ekki nóg að kaupa nýja skólatösku, fín pennaveski, bækur og skólaföt, þegar stóri dagurinn rennur upp og börnin hefja skólagöngu. Það er ekki síður mikilvægt að brýna fyrir þeim að fara varlega í umferðinni.

Heimastjórnarhátíð fyrir almenning

Vestfirðingar héldu Heimastjórnarhátíð alþýðunnar í gær og var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sérstakur gestur hátíðarinnar. Hátíðin hófst klukkan eitt í gær með því að kveikt var samtímis á kyndlum í sex byggðarlögum Ísafjarðarsýslna, í Bolungarvík, Súðavík, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Ísafirði.

Vilja konu sem þjóðleikhússtjóra

Konur í leikhúsheiminum krefjast þess að kona verði næsti þjóðleikhússtjóri, en mikil spenna er um það hver hlýtur stöðuna. Á annan tug þekktra leikstjóra hyggst sækja um hana, en umsóknarfrestur er til mánaðamóta.

Ein nauðgun tilkynnt

Um 10 þúsund manns voru enn á götum Reykjavíkur í morgun og var varla þverfótað þar fyrir rusli. Stúlka um tvítugt kærði tvo menn fyrir nauðgun en þeir eru enn ófundnir.

Áratuga skref afturábak

Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ákvörðun þingflokksins um að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn sé margra áratuga skref aftur á bak og brjóti í bága við stefnu Framsóknarflokksins. Það sé liðin tíð að fámenn karlaklíka geti stjórnað heilum stjórnmálaflokki.

Nauðgun skyggði á menningarnótt

"Það alvarlegasta sem gerðist og skyggir á Menningarnótt er nauðgun sem var kærð til lögreglu rétt eftir flugeldasýninguna. Talsverð ölvun var í miðborginni og einhverjir pústrar á milli manna en ekkert af því var alvarlegt," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, eftir Menningarnótt og skemmtanahaldið sem tók við í framhaldinu.

Álag á farsímakerfum

Nokkuð var um að viðskiptavinir símafyrirtækjanna, sem staddir voru í miðbæ Reykjavíkur þegar dagskrá Menningarnætur stóð sem hæst, næðu ekki sambandi með farsíma.

Fullar fangageymslur

Alls komu 29 manns við í fangageymslum lögreglunnar í tengslum við skemmtanahald eftir Menningarnótt. Hluti þeirra stoppaði við í skemmri tíma á meðan þeir voru að ná áttum en aðrir dvöldu lengur.

Halldór kannast ekki við óánægju

"Ég get ekki séð hvernig því verður haldið fram að Framsóknarflokkurinn hafi staðið sig illa hvað þetta varðar," segir Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, vegna þeirrar ólgu sem verið hefur í flokknum vegna þeirrar ákvörðunar að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ráðherraembætti þann 15. september.

Erfitt að gera betur en þetta

"Það sem hjálpaði mest við að gera Menningarnótt eins vel heppnaða og raun bar vitni var þetta dásamlega veður sem var allan daginn," segir Sif Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Menningarnætur í Reykjavík. Hátíðinni lauk í fyrrakvöld með einni mestu flugeldasýningu sem sést hefur í borginni fyrir utan gamlárskvöld.

Rúnar Alexandersson í sjöunda sæti

Rúnar Alexandersson fimleikamaður keppti í gærkvöld í úrslitum á bogahesti á Ólympíuleikunum í Aþenu. Rúnar hlaut einkunnina 9.725 og varð í sjöunda sæti af þeim átta sem komust í úrslit.

Hrun í stofni holugeitunga

Eitthvað varð til þess í náttúrufari landsins að mun minna er af holugeitungi nú síðsumars en útlit var fyrir í vor. "Það hefur eitthvað gerst, en ég hef ekki hugmynd um hvað," segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands.

Berast með grænmeti og ávöxtum

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, kannast ekki við að nýjar tegundir kóngulóa séu að nema hér land, en nýverið greindi DV frá því að fólk í Grafarvogi hefði rýmt hjá sér hús og látið eitra vegna ókennilegrar svartrar kóngulóar.

Fundur Framsóknarkvenna færður

Hópur Framsóknarkvenna ætlar að hittast og ráða ráðum sínum í hádeginu í dag vegna þeirrar ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn. Upphaflega stóð til að halda fundinn í Iðnó, en eftir að Stöð 2 sagði frá fundinum í fréttum í gærkvöldi ákváðu konurnar að flytja fundinn til og vilja talsmenn þeirra ekki upplýsa hvar hann verður haldinn.

Viðbúnaður á Menningarnótt

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögreglan í Reykjavík verða með stjórnstöð, viðbragðslið og búnað á afgirtu svæði við Arnarhól á Menningarnótt. Þaðan verða gerð út tæki og mannskapur ef á þarf að halda í tengslum við viðburði kvölds og nætur.

Búist við 100 þúsund manns

Búast má við að hátt í 100 þúsund manns taki þátt í Menningarnótt í Reykjavík, sem haldin er í níunda sinn í dag. Dagskráin hefst klukkan ellefu þegar Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, setur Menningarnótt formlega og ræsir Reykjavíkurmaraþon í Lækjargötu.

Lagði hald á 400 grömm

Lögreglan í Hafnarfirði lagði í gærkvöldi hald á tæp 400 grömm af fíkniefnum, sem fundust í húsi í bænum. Þetta var einkum hass en einnig lítilræði af amfetamíni. Einn maður var handtekinn en síðan sleppt að lokinni yfirheyrslu.

Heimastjórnarhátíð fyrir almenning

Heimastjórnarhátíð alþýðunnar verður haldin á Ísafirði í dag. Sigurður Pétursson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, segir að vegna þess að heimastjórnarhátíðin í vetur hafi verið bundin við ákveðna hópa í þjóðfélaginu hafi verið ákveðið að halda hátíð fyrir allan almenning.

Fjölmennasta Maraþon til þessa

Fjölmennasta Reykjavíkurmaraþon til þessa stendur nú yfir. Þorfnnur Ómarsson, fréttamaður er staddur í miðborg Reykjavíkur. Hann segir erfitt að segja nákvæmlega hve margir taka þátt í hlaupinu þar sem mikill fjöldi fólks skráði sig í morgun. Telur hann líklegt að góða veðrið hafi dregið fólk á fætur.

Sjá næstu 50 fréttir