Innlent

Nauðgaranna enn leitað

Lögreglan í Reykjavík leitar enn tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa nauðgað tvítugri stúlku í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt. Að hennar sögn kom önnur kona aðvífandi og stöðvaði ódæðismennina og telur lögregla að hún geti hjálpað við rannsókn málsins. Hún, sem og aðrir sem kunna að hafa frekari upplýsingar, er beðin um að hafa samband við rannsóknardeild lögreglunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×