Clinton á Þingvöllum 24. ágúst 2004 00:01 Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er nú á Þingvöllum, en hann lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan níu í morgun. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, hefur fylgt honum frá komunni til landsins og segir ýmsar tilfæringar eiga sér stað á dagskránni. Clinton hafi bæði verið skráður í hádegisverð í Valhöll á Þingvöllum og á veitingastað í Reykjavík en hætt var við hvort tveggja. Því væri nú óvíst hvert förinni væri heitið næst. Seinna í dag mun forsetinn fyrrverandi hins vegar ræða við Davíð Oddsson forsætisráðherra, Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og að lokum Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Clinton virðist mjög rólegur yfir fjölmiðlafárinu og fólki sem vill faðma hann. Aðstoðarmenn og hjálparkokkar virðast hins vegar vilja halda honum í „gullfiskabúrinu“ og sveigja fjölmiðlafólki jafnharðan frá. Clinton fékk þó að ræða við fjölmiðla fyrir utan bandaríska sendiráðið á ellefta tímanum í morgun og sagðist vera ánægður með að vera kominn hingað til lands, þau hjónin væru afskaplega hrifin af landinu. Eiginkona hans, Hillary Clinton, er hér í opinberum erindagjörðum sem öldungardeildarþingmaður en hann er á leið til Írlands að kynna og árita ævisöguna sem hann er nýbúinn að gefa út. Hillary Clinton kom hingað til lands á meðan hún var forsetafrú og Bill Clinton segist hafa ákveðið að sækja hana á leiðinni til Írlands. Hann segist ætla að skoða sig um á landinu í dag og hitta forsætisráðherra, forseta Íslands og utanríkisráðherra. Hann heldur svo af landi brott í kvöld og fer þá til Dyflinnar. Þegar hann var spurður hvað hann ætli að ræða við íslenska ráðamenn sagðist Clinton ætla að láta þá ráða umræðuefninu. Líklega myndu þeir ræða fortíðina og þau verkefni sem þeir hefðu unnið að saman á meðan hann var forseti Bandaríkjanna. Kosturinn við að vera ekki lengur í embætti væri að geta leyft öðrum að ráða umræðuefninu. Aðspurður um kosningabaráttuna vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum sem margir hafa áhuga á, og sjónvarpsauglýsingar sem mikið hefur verið rætt um undanfarna daga þar sem ráðist er á herþjónustu Johns Kerrys í Víetnam og reynt að sverta mannorð hans, segir Clinton þetta bara það sem hægri öflin í Bandaríkjunum gera. Þegar John McCain hafi barist við George Bush um útnefningu Repúblikanaflokksins árið 2000 hafi sömu menn og kostuðu auglýsingarnar gegn Kerry kostað auglýsingar gegn honum. McCain hafi verið stríðsfangi í fimm og hálft ár en engu að síður hafi því verið haldið fram að hann væri föðurlandssvikari. Þetta hefðu að sjálfssögðu verið hreinar lygar. Clinton segir að sömu öfl hefðu reynt að halda því fram að hann, sem ekki fór til Víetnam vegna þess að hann var á móti stríðinu, hefði farið til Rússlands til að reyna að losna við bandaríska ríkisborgararéttinn. Þetta hefði allt verið lygi. Eina leiðin til að berjast gegn svona væri að svara ásökunum beint og benda á staðreyndir málsins. Nú væri mál að menn færu að ræða um hin raunverulegu kosningamál, framtíðina, ekki fortíðina. Fólk hefði áhuga á framtíðinni og stefnumálum frambjóðenda. Forsetinn fyrrverandi segist telja að nú fari frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra í auknum mæli að snúa sér að umræðum um stefnumál. Hann á von á því að skoðanakannanir muni sýna aukið fylgi við Bush í tengslum við þing Repúblikana í New York en svo muni bilið minnka á ný. Clinton segist búast við að úrslit forsetakosningana muni ráðast í kappræðum milli frambjóðendanna og árekstrum milli þeirra Kerrys og Bush. Allt getur gerst sagði hann að lokum. Ítarlega verður fjallað um heimsókn Bill Clintons og viðræður hans við íslenska ráðamenn í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö í kvöld. Hægt er að hlusta á fréttina, ásamt viðtali Ingólfs Bjarna Sigfússonar við Bill Clinton, með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er nú á Þingvöllum, en hann lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan níu í morgun. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, hefur fylgt honum frá komunni til landsins og segir ýmsar tilfæringar eiga sér stað á dagskránni. Clinton hafi bæði verið skráður í hádegisverð í Valhöll á Þingvöllum og á veitingastað í Reykjavík en hætt var við hvort tveggja. Því væri nú óvíst hvert förinni væri heitið næst. Seinna í dag mun forsetinn fyrrverandi hins vegar ræða við Davíð Oddsson forsætisráðherra, Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og að lokum Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Clinton virðist mjög rólegur yfir fjölmiðlafárinu og fólki sem vill faðma hann. Aðstoðarmenn og hjálparkokkar virðast hins vegar vilja halda honum í „gullfiskabúrinu“ og sveigja fjölmiðlafólki jafnharðan frá. Clinton fékk þó að ræða við fjölmiðla fyrir utan bandaríska sendiráðið á ellefta tímanum í morgun og sagðist vera ánægður með að vera kominn hingað til lands, þau hjónin væru afskaplega hrifin af landinu. Eiginkona hans, Hillary Clinton, er hér í opinberum erindagjörðum sem öldungardeildarþingmaður en hann er á leið til Írlands að kynna og árita ævisöguna sem hann er nýbúinn að gefa út. Hillary Clinton kom hingað til lands á meðan hún var forsetafrú og Bill Clinton segist hafa ákveðið að sækja hana á leiðinni til Írlands. Hann segist ætla að skoða sig um á landinu í dag og hitta forsætisráðherra, forseta Íslands og utanríkisráðherra. Hann heldur svo af landi brott í kvöld og fer þá til Dyflinnar. Þegar hann var spurður hvað hann ætli að ræða við íslenska ráðamenn sagðist Clinton ætla að láta þá ráða umræðuefninu. Líklega myndu þeir ræða fortíðina og þau verkefni sem þeir hefðu unnið að saman á meðan hann var forseti Bandaríkjanna. Kosturinn við að vera ekki lengur í embætti væri að geta leyft öðrum að ráða umræðuefninu. Aðspurður um kosningabaráttuna vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum sem margir hafa áhuga á, og sjónvarpsauglýsingar sem mikið hefur verið rætt um undanfarna daga þar sem ráðist er á herþjónustu Johns Kerrys í Víetnam og reynt að sverta mannorð hans, segir Clinton þetta bara það sem hægri öflin í Bandaríkjunum gera. Þegar John McCain hafi barist við George Bush um útnefningu Repúblikanaflokksins árið 2000 hafi sömu menn og kostuðu auglýsingarnar gegn Kerry kostað auglýsingar gegn honum. McCain hafi verið stríðsfangi í fimm og hálft ár en engu að síður hafi því verið haldið fram að hann væri föðurlandssvikari. Þetta hefðu að sjálfssögðu verið hreinar lygar. Clinton segir að sömu öfl hefðu reynt að halda því fram að hann, sem ekki fór til Víetnam vegna þess að hann var á móti stríðinu, hefði farið til Rússlands til að reyna að losna við bandaríska ríkisborgararéttinn. Þetta hefði allt verið lygi. Eina leiðin til að berjast gegn svona væri að svara ásökunum beint og benda á staðreyndir málsins. Nú væri mál að menn færu að ræða um hin raunverulegu kosningamál, framtíðina, ekki fortíðina. Fólk hefði áhuga á framtíðinni og stefnumálum frambjóðenda. Forsetinn fyrrverandi segist telja að nú fari frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra í auknum mæli að snúa sér að umræðum um stefnumál. Hann á von á því að skoðanakannanir muni sýna aukið fylgi við Bush í tengslum við þing Repúblikana í New York en svo muni bilið minnka á ný. Clinton segist búast við að úrslit forsetakosningana muni ráðast í kappræðum milli frambjóðendanna og árekstrum milli þeirra Kerrys og Bush. Allt getur gerst sagði hann að lokum. Ítarlega verður fjallað um heimsókn Bill Clintons og viðræður hans við íslenska ráðamenn í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö í kvöld. Hægt er að hlusta á fréttina, ásamt viðtali Ingólfs Bjarna Sigfússonar við Bill Clinton, með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira