Innlent

Íslenskur sendiherra í Makedóníu

Stefán Skjaldarson sendiherra afhenti í dag forseta Makedóníu trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Makedóníu með búsetu í Ósló. Í samtali þeirra kom fram að Makedónía leggur ofuráherslu á aðild sína að NATO og Evrópusambandinu. Þá lagði forsetinn áherslu á að efla bæri viðskiptatengsl Íslands og Makedóníu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×