Innlent

Akstur barna í skólann hættulegur

Um 45 þúsund grunnskólabörn setjast nú á skólabekk eftir sumarleyfi. Hætta getur verið á slysum við skólana en hún stafar ekki síst af því að of margir foreldrar aka börnunum sínum í skólann.  Skólar eru settir í hverju sveitarfélagi landsins um þessar mundir. Í Reykjavík verða allir grunnskólar settir í dag, utan einn, og fara því um 15 þúsund nemendur í skóla borgarinnar í dag. Lögregla hvetur ökumenn til hafa þetta í huga, virða beri hraðatakmarkanir og sýna varúð í umferðinni enda séu mörg börn að ganga leið sem þau þekkja ekki vel. Áberandi er hve margir foreldra aka börnum sínum í skóla en að mati Umferðarstofu getur það fremur leitt til meiri slysahættu en minni. Einar Magnús Magnússon, fréttastjóri Umferðarstofu, segist frekar leggja áherslu á að börnum sé fylgt fyrstu dagana, gefi þeim dýrmætan tíma með því að ganga með þeim og leiðbeina og sýna þeim fram á þær hættur sem leynst geti á leiðinni.   Hægt er að hlusta á viðtal við Einar úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Myndin er frá Melaskóla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×