Innlent

Borgin greiðir helming

Borgarráð samþykkti í gær fjárveitingu til að standa undir helmingi kostnaðar við dagvistun fatlaðra nema við Öskjuhlíðarskóla í þeirri trú að Félagsmálaráðuneytið leggði fram helming á móti borginni. Um 10.5 milljónir króna er að ræða en rekstarkostnaður allt skólaárið nemur 21 milljón. Lögum samkvæmt ber Félagsmálaráðuneytið ábyrgð á málefnum fatlaðra en hefur ekki talið sér skylt að leggja fé til starfsrækslu dagvistar fatlaðra barna. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, svaraði ekki fyrirspurnum Fréttablaðsins vegna þessa máls.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×