Mikil samkeppni á íbúðalánamarkaði 24. ágúst 2004 00:01 Viðskiptabankarnir eru komnir í mikla samkeppni á íbúðalánamarkaði eftir að KB banki bauð áður óþekkt kjör í gær. Hlutverk Íbúðalánasjóðs verður líklega endurskoðað, haldi þróun á markaðnum áfram í sömu átt, segir forstjóri sjóðsins. Formaður Félags fasteignasala fagnar nýjungunum og segir að Ísland hafi hoppað inn í nútímann. KB-banki kynnti í gær lægri vexti á lánum til íbúðakaupa en Íbúðalánasjóður býður, og fleiri ný kjör. Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir það koma sér á óvart hversu seint bankarnir brguðust við og veltir því upp hvort ekki hefði verið hægt að lækka vexti svona mikið, fyrr. Hann segir það fagnaðarefni ef bankakerfið geti þjónað landsmönnum með þessum hætti. Guðmundur lítur ekki svo á að KB-banki sé kominn í samkeppni við Íbúðalánasjóðs heldur hina bankana. Hann segir að fólk ætti að skoða málin mjög vandlega áður en það tekur ákvörðun og minnir á að Íbúðalánasjóður láni öllum á jafnréttisgrundvelli, óháð búsetu og án sértækra skilyrða. Guðmundur segir Íbúðalánasjóð hafa náð vöxtum niður með sínu starfi að undanförnu og það sýni mikilvægi stofnunarinnar sem hann segist ekki sjá fyrir endalokin á. Ef bankakerfið haldi hins vegar áfram að þróast í þessa átt á næstu árum, þá hljóti stjórnvöld að skoða hlutverk Íbúðalánasjóðs - og ekkert nema gott við því að segja segir Guðmundur. Forstjóri Íbúðalánasjóðs er þó ekki viss um að bankarnir nái stórri sneið af þeirri köku sem lán til fasteignakaupa eru. Björn Þorri Viktorsson formaður Félags fasteignasala, fagnar þeirri stöðu sem upp er komin og segir Ísland hafa nú hoppað inn í nútímann. Hann segir að sambærileg kjör séu farin að bjóðast hér og í nágrannalöndunum og það sé ekkert nema jákvætt að segja um málið. Og viðbrögð viðskiptabankanna og sparisjóða hafa ekki látið á sér standa. SPRON býður sínum helstu viðskiptavinum lán á svipuðum kjörum og KB-banki og einnig Landsbankinn, sem og Íslandsbanki, þar sem vextir verða þó endurskoðaðir á fimm ára fresti. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanaka, segir það skref, sem stigið hafi verið, stórt og menn séu að veðja á að langtíma verðtryggðir vextir lækki. Líklega megi öllum vera ljóst að lækkun bankanna í dag hefði ekki orðið nema KB-banki hefði stigið skrefið í gær og það sé einfaldlega sú samkeppni sem sé í bankakerfinu að sögn Bjarna. Það sé alltaf einn sem stekkur fram; um síðustu áramót hafi það verið Íslandsbanki, núna KB banki og kannski verði það einhver annar næst. Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
Viðskiptabankarnir eru komnir í mikla samkeppni á íbúðalánamarkaði eftir að KB banki bauð áður óþekkt kjör í gær. Hlutverk Íbúðalánasjóðs verður líklega endurskoðað, haldi þróun á markaðnum áfram í sömu átt, segir forstjóri sjóðsins. Formaður Félags fasteignasala fagnar nýjungunum og segir að Ísland hafi hoppað inn í nútímann. KB-banki kynnti í gær lægri vexti á lánum til íbúðakaupa en Íbúðalánasjóður býður, og fleiri ný kjör. Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir það koma sér á óvart hversu seint bankarnir brguðust við og veltir því upp hvort ekki hefði verið hægt að lækka vexti svona mikið, fyrr. Hann segir það fagnaðarefni ef bankakerfið geti þjónað landsmönnum með þessum hætti. Guðmundur lítur ekki svo á að KB-banki sé kominn í samkeppni við Íbúðalánasjóðs heldur hina bankana. Hann segir að fólk ætti að skoða málin mjög vandlega áður en það tekur ákvörðun og minnir á að Íbúðalánasjóður láni öllum á jafnréttisgrundvelli, óháð búsetu og án sértækra skilyrða. Guðmundur segir Íbúðalánasjóð hafa náð vöxtum niður með sínu starfi að undanförnu og það sýni mikilvægi stofnunarinnar sem hann segist ekki sjá fyrir endalokin á. Ef bankakerfið haldi hins vegar áfram að þróast í þessa átt á næstu árum, þá hljóti stjórnvöld að skoða hlutverk Íbúðalánasjóðs - og ekkert nema gott við því að segja segir Guðmundur. Forstjóri Íbúðalánasjóðs er þó ekki viss um að bankarnir nái stórri sneið af þeirri köku sem lán til fasteignakaupa eru. Björn Þorri Viktorsson formaður Félags fasteignasala, fagnar þeirri stöðu sem upp er komin og segir Ísland hafa nú hoppað inn í nútímann. Hann segir að sambærileg kjör séu farin að bjóðast hér og í nágrannalöndunum og það sé ekkert nema jákvætt að segja um málið. Og viðbrögð viðskiptabankanna og sparisjóða hafa ekki látið á sér standa. SPRON býður sínum helstu viðskiptavinum lán á svipuðum kjörum og KB-banki og einnig Landsbankinn, sem og Íslandsbanki, þar sem vextir verða þó endurskoðaðir á fimm ára fresti. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanaka, segir það skref, sem stigið hafi verið, stórt og menn séu að veðja á að langtíma verðtryggðir vextir lækki. Líklega megi öllum vera ljóst að lækkun bankanna í dag hefði ekki orðið nema KB-banki hefði stigið skrefið í gær og það sé einfaldlega sú samkeppni sem sé í bankakerfinu að sögn Bjarna. Það sé alltaf einn sem stekkur fram; um síðustu áramót hafi það verið Íslandsbanki, núna KB banki og kannski verði það einhver annar næst.
Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira