Innlent

Færri skordýr en áður í sumar

Mun færri geitungar og önnur skordýr eru á sveimi á höfuðborgarsvæðinu en venja er á þessum árstíma. Það kann að hljóma undarlega, en á sama tíma og hvert hitametið féll á eftir öðru í sumar virðist sem geitungar og ýmis önnur skordýr hafi nánast gufað upp í veðurblíðunni. Geitungar, sem mörgum kann að þykja á meðal hvimleiðari skordýra hérlendis, eru allt að því horfnir en í upphafi sumars var mikið kvartað yfir þeim og höfðu skordýrafræðingar vart undan að fjarlægja geitungabú úr görðum. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir skýringuna ekki liggja fyrir en svo virðist sem meiri hiti tefli lífríkinu í hættu. Erling segir jafnframt að skordýraleysið geti haft keðjuverkandi áhrif og meðal annars orðið til þess að köngulær eigi erfiðara með að ná sér í fæðu. Ólíklegt verður þó að telja að þær hverfi líka, en fari svo myndu líklega margir kalla það: Að slá tvær flugur í einu höggi... Hægt er að hlusta á brot úr viðtali við Erling í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×