Innlent

Marco svarar Jóni Baldvini

Ítalski fréttamaðurinn Marco Brancaccia, sem á í forræðisdeilu við Snæfríði Baldvinsdóttur, hyggst svara Morgunblaðsgrein Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram, foreldra Snæfríðar, í vikunni. Sendiherrahjónin sökuðu Marco um að hafa beitt Snæfríði ofbeldi og sögðust þau skrifa greinina vegna óréttlætis. Þá hörmuðu þau að fréttir um málið skyldu hafa birst í DV. "Það fyndna við þetta fyrir blaðamann er að vita er að þau skrifa til Morgunblaðsins til að mótmæla DV, í stað þess að skrifa til DV. Þau skrifa til Morgunblaðsins af því að ritstjórinn þar er vinur þeirra. Þau þekkja ekki reglur lýðræðisins og vilja aðeins láta vini sína hjálpa sér. Það er ekkert rétt í þessari grein," segir Marco, sem nýlega fékk þýðingu á greininni í hendurnar. Athygli vakti á vináttulandsleik Íslands og Ítalíu í knattspyrnu á miðvikudaginn að Marco sat í heiðursstúku ásamt Snæfríði og dóttur þeirra. Hann var á landinu til að heimsækja dóttur sína og ræddi við Snæfríði í fyrsta sinn í langan tíma. Marco mun hafa fengið miða á leikinn frá ítalska landsliðinu, þar sem hann þekkir eitthvað til.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×