Innlent

SPRON býður sömu kjör og KB banki

SPRON hyggst bjóða íbúðalán sem bera 4,4% vexti líkt og KB banki hefur ákveðið að gera og kynnti í gær. Í tilkynningu frá SPRON segir að viðskiptavinir, sem eru skráðir í fjölskylduþjónustu sparisjóðsins, geti lækkað vaxtagreiðslur sínar enn frekar þar sem skilvísir lántakendur fái endurgreiðslu á hluta greiddra vaxta. Íbúðalán SPRON er verðtryggt langtímalán með allt að 80% veðhlutfalli á fyrsta veðrétti og stendur þeim til boða sem uppfylla lántökuskilyrði. Upphæð lánsins getur þó aldrei orðið hærri en brunabótamat fasteignarinnar segir til um, eins og hjá KB banka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×