Fleiri fréttir

Þeir sem fari á Heklu hafi síma með sér

Lögreglan í Rangárvallasýslu mælist til þess að fólk hafi með sér farsíma ef það ætlar að ganga á Heklu, svo hægt sé að koma skilaboðum til þess ef mælar fara að sýna aðdraganda eldgoss.

Lögreglan varar við svikahröppum á Bland

"Lögregla varar fólk við viðskiptum af þessu tagi, því dæmi eru um að þeir sem hafa talið sig vera að kaupa hluti hafa setið uppi án þess að fá þá í hendur, og jafnframt einhverri fjárhæð fátækari."

Duglegir drengir fjarlægðu svell af sparkvelli

Fimm piltar úr Lindahverfi í Kópavogi gerðu sér lítið fyrir og mættu með skóflur á sparkvöllinn við Lindaskóla í gær og fjarlægðu, að því talið er, eitt og hálft tonn af klaka af vellinum.

Bæjarstjóri hafnar ásökunum

Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, segir Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur bæjarstjóra neita bæjarfulltrúum flokksins um gögn um endurfjármögnun á 13 milljarða skuldum bæjarins. Guðrún Ágústa hafnar því að gögnum sé leynt.

Ólafsfjarðarvegur opnar aftur eftir slys

Ólafsfjarðarvegur opnar aftur innan klukkustundar, en honum var lokað í morgun vegna slyss. Slæm færð er víða á vegum landsins, til dæmis er Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðahættu.

Vinstri grænir fræða nemendur í verkfalli

Ungliðahreyfing Vinstri grænna heldur fyrirlestra daglega um umhverfismál, femínisma, þátttöku í stjórnmálum og fleira á meðan verkfall framhaldsskólakennara stendur yfir.

Ástralar sjá um leit á hluta svæðisins

Yfirvöld í Ástralíu hafa lýst því yfir að þau muni hafa yfirumsjón með leitinni á svokölluðu Suður-svæði að Malasísku Boeing þotunni sem hvarf fyrir rúmri viku. Leitarsvæðinu hefur nú verið skipt í tvennt eftir að ljóst varð að vélinni var flogið áfram í langan tíma eftir að merki hættu að berast frá henni.

Innbrot í Smiðjuhverfi

Brotist var inn í verslun í Smiðjuhverfi í Kópavogi á ellefta tímanum í gærkvöldi og þaðan stolið peningum og töluverðu af tóbaki. Þjófurinn, eða þjófarnir eru ófundnir.

Bílum meinaður aðgangur að París

Sökum mikillar mengunar í stórborginni París í Frakklandi hafa yfirvöld ákveðið að grípa til þess að banna bíleigendum að aka inn í miðborgina í dag. Öllum bifreiðum með númeraplötur sem enda á oddatölu verður bannað að koma inn í borgina og eru háar sektir lagðar á þá sem láta freistast.

Snjóflóð féll á Siglufjarðarveg í nótt

Snjóflóð féll á Siglufjarðarveg á milli Fljóta og Siglufjarðar í nótt og er vegurinn lokaður. Hann verður ekki ruddur fyrr en búið verður að kanna frekari flóðahættu á leiðinni.

Rætt um auknar refsiaðgerðir gegn Rússum

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast í Brussel fyrir hádegi í dag til þess að ræða frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússum í kjölfar þess að íbúar á Krímskaga ákváðu í atkvæðagreiðslu að ganga Rússum á hönd og kljúfa sig frá Úkraínu.

Myrkur á Breiðholtsbraut eftir að bíl var ekið á staur

Öll götulýsing á Breiðholtsbraut slokknaði laust upp úr miðnætti og var í fyrstu ekki vitað hvað olli því. Í ljós kom að bíl hafði verið ekið á ljósastaur við götuna, sem féll við höggið og rafleiðslan slitnaði.

Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum

Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir.

Rampur við hús á ábyrgð eigenda

Ef gera á ramp við inngang í hús til að bæta aðgengi fatlaðra á endurgerðri Hverfisgötu þarf húseigandi að leggja inn teikningar af rampnum til samþykktar hjá byggingafulltrúa.

Auka verðmæti í fiskveiðum með gagnvirkni

„Markmiðið er meðal annars að auka verðmæti sjávarafurða og minnka brottkast,“ segir Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís, um nýtt gagnvirkt kerfi í fiskveiðum.

Metfjöldi mun yfirfylla skólana í haust

Aldrei hafa fleiri börn sótt grunnskóla Reykjavíkur en nú. Metárgangurinn frá 2009 hefur skólagöngu á næsta ári og þá fjölgar um 600 í skólum borgarinnar. Ekki á að færa mörk skólahverfa til að nýta betur vannýtta skóla.

Óvænt andlát sjaldan skráð á Landspítalanum

Samkvæmt tölfræði úr bandarískri rannsókn ættu 84 óvænt andlát að hafa verið tilkynnt og rannsökuð á Landspítala árið 2013. Eingöngu sex tilfelli voru skráð. Yfirlæknir á gæðasviði Landspítalans segir atvikaskráningu vera ábótavant.

Segir alþjóðasamfélagið getulaust

Þrjú ár eru frá því að átök í Sýrlandi hófust eftir að hópur unglinga var handtekinn. Talið er að um 140 þúsund manns hafi látist. Framkvæmdastjóri Sanmeinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, hvetur Rússa og Bandaríkjamenn til að setja aukinn kraft í friðarviðræður.

Kennaranemar í raungreinum fái skattfría styrki

Sænsk stjórnvöld vilja styrkja kennaranema sem ljúka sérhæfðu námi í raungreinum um 25 þúsund sænskar krónur, sem ekki þarf að greiða skatt af, fyrir hverja grein en þó ekki hærri styrk en 75 þúsund krónur samtals. Tilgangurinn er að fá fleiri kennaranema í þessar greinar.

Björn bjó við ofbeldi

Björn Steinbekk, tónleikahaldari, lýsir ofbeldi sem hann bjó við sem barn í pistli sem hann skrifar og birtir á Facebook.

Verkfall hefst á morgun

Verkfall framhaldsskólakennara hefst í fyrramálið í ljósi þess að samningaviðræður um helgina hafa ekki skilað árangri.

Mikil hætta á lekandafaraldri

Aukin tíðni ónæmis hjá lekanda-smituðum einstaklingum skapar verulega hættu á faraldri hér á landi, þá sérstaklega með auknum ferðalögum íslendinga til Asíu, Bandaríkjanna og Austur-Evrópu. Lekandi er afar óútreiknanleg baktería.

Sjá næstu 50 fréttir