Börn send í fóstur í aðra landshluta Snærós Sindradóttir skrifar 17. mars 2014 07:00 Dæmi eru um að börn þurfi að skipta um skóla þegar þau fara í fóstur fjarri heimilum sínum. VÍSIR/GVA Illa gengur að koma börnum með sértækan vanda í fóstur á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins 44 umsóknir bárust Barnaverndarstofu árið 2013 um nýjar skráningar fósturforeldra. Á sama ári bárust 87 beiðnir frá barnaverndarnefndum um að koma börnum í tímabundið eða varanlegt fóstur á svæðinu. Börn með sértækan vanda þurfa að sækja sér sérfræðiþjónustu til höfuðborgarsvæðisins en þjónustan stendur jafnan ekki til boða á landsbyggðinni. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að ítrekað komi tímabil þar sem ekki gengur nægilega vel að koma börnum á heimili sem eru í stakk búin til að takast á við vanda þeirra. Bragi segir að þetta sé sérstaklega vandamál á höfuðborgarsvæðinu hvað snertir að ráðstafa börnum með fjölþættan vanda, svo sem vegna andlegrar heilsu þeirra, í fóstur.Bragi Guðbrandsson er forstjóri BarnaverndarstofuSum börn hafa svo sértækar þarfir að ekki er mögulegt að uppfylla þarfir þeirra á þeim fósturheimilum sem í boði eru. Þá þurfi jafnvel að grípa til tímabundinnar vistunar á stofnunum. „Það eru oft dæmi um það að við getum ekki valið þann stað til búsetu sem við teldum vera ákjósanlegastan, þá er fyrst og fremst átt við höfuðborgarsvæðið vegna aðgengi að sérfræðiþjónustu.“ Dæmi séu um að börnum sé ráðstafað á svæði sem eru einangruð og of langt frá kynforeldrum þeirra „Þegar uppi er staðið er þó ekki verið að ráðstafa börnum gegn þeirra hagsmunum.“ Bragi segist taka eftir því að sérstaklega erfiðum málum barna hafi fjölgað. Þá komi upp sú staða að til of mikils sé ætlast af fósturforeldrum og þolmörk þeirra reynd til hins ítrasta. Barnaverndarstofa hefur reynt að koma til móts við tilfelli þar sem börn með of mikinn vanda eru vistuð á heimilum sem ekki eru fyllilega í stakk búin til að sinna þörfum þeirra með auknum fjárgreiðslum til fósturforeldra. Barnaverndarnefnd hvers sveitarfélags sér jafnan um að greiða fósturforeldrum fyrir hvert barn sem er í fóstri hjá þeim. Dæmi eru um að fósturforeldrar hafi fleiri en eitt barn á heimili sínu. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Illa gengur að koma börnum með sértækan vanda í fóstur á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins 44 umsóknir bárust Barnaverndarstofu árið 2013 um nýjar skráningar fósturforeldra. Á sama ári bárust 87 beiðnir frá barnaverndarnefndum um að koma börnum í tímabundið eða varanlegt fóstur á svæðinu. Börn með sértækan vanda þurfa að sækja sér sérfræðiþjónustu til höfuðborgarsvæðisins en þjónustan stendur jafnan ekki til boða á landsbyggðinni. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að ítrekað komi tímabil þar sem ekki gengur nægilega vel að koma börnum á heimili sem eru í stakk búin til að takast á við vanda þeirra. Bragi segir að þetta sé sérstaklega vandamál á höfuðborgarsvæðinu hvað snertir að ráðstafa börnum með fjölþættan vanda, svo sem vegna andlegrar heilsu þeirra, í fóstur.Bragi Guðbrandsson er forstjóri BarnaverndarstofuSum börn hafa svo sértækar þarfir að ekki er mögulegt að uppfylla þarfir þeirra á þeim fósturheimilum sem í boði eru. Þá þurfi jafnvel að grípa til tímabundinnar vistunar á stofnunum. „Það eru oft dæmi um það að við getum ekki valið þann stað til búsetu sem við teldum vera ákjósanlegastan, þá er fyrst og fremst átt við höfuðborgarsvæðið vegna aðgengi að sérfræðiþjónustu.“ Dæmi séu um að börnum sé ráðstafað á svæði sem eru einangruð og of langt frá kynforeldrum þeirra „Þegar uppi er staðið er þó ekki verið að ráðstafa börnum gegn þeirra hagsmunum.“ Bragi segist taka eftir því að sérstaklega erfiðum málum barna hafi fjölgað. Þá komi upp sú staða að til of mikils sé ætlast af fósturforeldrum og þolmörk þeirra reynd til hins ítrasta. Barnaverndarstofa hefur reynt að koma til móts við tilfelli þar sem börn með of mikinn vanda eru vistuð á heimilum sem ekki eru fyllilega í stakk búin til að sinna þörfum þeirra með auknum fjárgreiðslum til fósturforeldra. Barnaverndarnefnd hvers sveitarfélags sér jafnan um að greiða fósturforeldrum fyrir hvert barn sem er í fóstri hjá þeim. Dæmi eru um að fósturforeldrar hafi fleiri en eitt barn á heimili sínu.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira