Innlent

Þeir sem fari á Heklu hafi síma með sér

Gissur Sigurðsson skrifar
Fjallið er rækilega vaktað frá lögreglustöðinni á Hvolsvelli þaðan sem hægt er að lesa á skjálftamæla og annan mælabúnað á fjallinu.
Fjallið er rækilega vaktað frá lögreglustöðinni á Hvolsvelli þaðan sem hægt er að lesa á skjálftamæla og annan mælabúnað á fjallinu. Vísir/Vilhelm
Lögreglan í Rangárvallasýslu mælist til þess að fólk hafi með sér farsíma ef það ætlar að ganga á Heklu, svo hægt sé að koma skilaboðum til þess ef mælar fara að sýna aðdraganda eldgoss. Talið er að fjallið geti gosið hvenær sem er með skömmum fyrirvara.

Búnaður til að senda viðvaranir í farsíma var reyndur á Kötlusvæðinu um helgina og reyndist hann vel. Þá hefur verið unnin ítarleg viðbragðsáætlun í samstarfi við ýmsa faghópa þar sem tillit er tekið til mismunadi gosa í Heklu.

Fjallið er rækilega vaktað frá lögreglustöðinni á Hvolsvelli þaðan sem hægt er að lesa á skjálftamæla og annan mælabúnað á fjallinu.

Jarðvísindamenn hafa reyndar búist við gosi allt frá árinu 2006, en þá mældist þensla fjallsins meiri  en fyrir síðasta gos árið tvö þúsund. Þenslan hefur svo aukist jafnt og þétt síðan og hefur vöktun verið aukin, ekki síst með hliðjón af því að gos getur hafist með skömmum fyrirvara.

Fyrirvarinn var til dæmis rúmlega klukkustund fyrir síðasta gos, en stundum hefur hann orðið skemmri. En þar sem Hekla er óútreiknanleg líkt og önnur eldfjöll telur lgöreglan ekki tilefnil til þess að banna göngur á fjallið, en ítrekar nauðsyn þess að fólk taki með sér farsíma og hafi örugglega kveikt á þeim.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×