Metfjöldi mun yfirfylla skólana í haust Snærós Sindradóttir skrifar 17. mars 2014 07:00 Börn fædd árið 2009 munu líklega hefja nám í lausum stofum við þröngan kost. Fréttablaðið/Anton Metfjöldi barna streymir í grunnskóla landsins haustið 2015 án þess að brugðist hafi verið við fjölguninni að fullu. Aldrei hafa fleiri börn fæðst á Íslandi en árið 2009 en þá fæddust 5.026 börn vítt og breitt um landið. Þau hefja grunnskólanám þarnæsta haust. Samkvæmt spám munu 600 fleiri stunda nám við grunnskóla Reykjavíkur árið 2015 en 2013. Aðeins tveir almennir grunnskólar í borginni eru á teikniborðinu. Fyrirhugað er að hefja viðbyggingu við Vesturbæjarskóla seinni hluta þessa árs. Þá verður Dalskóli í Úlfarsárdal byggður. Börn þar hafa stundað nám í lausum stofum frá stofnun Dalskóla 2010. Áætlað er að hefja byggingu skólans síðla árs 2015.Lausar stofur eiga að leysa vandann Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að brugðist verði við vandanum með fjölgun lausra stofa þar sem það á við. Sé gert ráð fyrir 20 börnum í bekk þarf að fjölga kennslustofum í Reykjavík umtalsvert áður en skólaárið 2015 hefst. Fjölgun barna í grunnskólum borgarinnar mun hafa áhrif á fleira en kennslustofur. Finna verður lausnir til að mæta auknu álagi í mötuneytum skólanna en mörg mötuneyti eru nú þegar tví- og þrísetin yfir hádegið. Frístundaheimili borgarinnar munu eins finna fyrir aukningunni. Nú eru börn á biðlistum að komast á frístundaheimilin. Frístundaheimili Rimaskóla er í lausum stofum og frístundaheimilið Frostheimar í Vesturbænum notast við lausar stofur til viðbótar við húsnæði sitt. Áætlað er að byggja nýtt frístundaheimili við Vogaskóla.Svanhildur Eva Stefánsdóttir.Fréttablaðið/StefánMóðir vill að börnin fái sambærilega þjónustu Svanhildur Eva Stefánsdóttir er móðir barns sem hefur skólagöngu haustið 2015. Svanhildur segist ósátt við að ekki hafi verið brugðist við fjölguninni fyrr enda hefur stærð árgangsins legið ljós fyrir í nokkur ár. Að sögn Svanhildar er skortur á húsnæði þó aðeins einn hluti vandans. „Eru nægir kennarar til að taka við þessum fjölda?“ Sonur Svanhildar er í lausri stofu í leikskóla sínum. „Ég myndi vilja sjá einhverjar áætlanir þannig að barnið mitt sem er fætt árið 2009 fái sambærilega þjónustu og barn sem er fætt 2005. Ég vil að borgin sé viðbúin og það sé ekki allt á síðustu stundu,“ segir Svanhildur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Metfjöldi barna streymir í grunnskóla landsins haustið 2015 án þess að brugðist hafi verið við fjölguninni að fullu. Aldrei hafa fleiri börn fæðst á Íslandi en árið 2009 en þá fæddust 5.026 börn vítt og breitt um landið. Þau hefja grunnskólanám þarnæsta haust. Samkvæmt spám munu 600 fleiri stunda nám við grunnskóla Reykjavíkur árið 2015 en 2013. Aðeins tveir almennir grunnskólar í borginni eru á teikniborðinu. Fyrirhugað er að hefja viðbyggingu við Vesturbæjarskóla seinni hluta þessa árs. Þá verður Dalskóli í Úlfarsárdal byggður. Börn þar hafa stundað nám í lausum stofum frá stofnun Dalskóla 2010. Áætlað er að hefja byggingu skólans síðla árs 2015.Lausar stofur eiga að leysa vandann Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að brugðist verði við vandanum með fjölgun lausra stofa þar sem það á við. Sé gert ráð fyrir 20 börnum í bekk þarf að fjölga kennslustofum í Reykjavík umtalsvert áður en skólaárið 2015 hefst. Fjölgun barna í grunnskólum borgarinnar mun hafa áhrif á fleira en kennslustofur. Finna verður lausnir til að mæta auknu álagi í mötuneytum skólanna en mörg mötuneyti eru nú þegar tví- og þrísetin yfir hádegið. Frístundaheimili borgarinnar munu eins finna fyrir aukningunni. Nú eru börn á biðlistum að komast á frístundaheimilin. Frístundaheimili Rimaskóla er í lausum stofum og frístundaheimilið Frostheimar í Vesturbænum notast við lausar stofur til viðbótar við húsnæði sitt. Áætlað er að byggja nýtt frístundaheimili við Vogaskóla.Svanhildur Eva Stefánsdóttir.Fréttablaðið/StefánMóðir vill að börnin fái sambærilega þjónustu Svanhildur Eva Stefánsdóttir er móðir barns sem hefur skólagöngu haustið 2015. Svanhildur segist ósátt við að ekki hafi verið brugðist við fjölguninni fyrr enda hefur stærð árgangsins legið ljós fyrir í nokkur ár. Að sögn Svanhildar er skortur á húsnæði þó aðeins einn hluti vandans. „Eru nægir kennarar til að taka við þessum fjölda?“ Sonur Svanhildar er í lausri stofu í leikskóla sínum. „Ég myndi vilja sjá einhverjar áætlanir þannig að barnið mitt sem er fætt árið 2009 fái sambærilega þjónustu og barn sem er fætt 2005. Ég vil að borgin sé viðbúin og það sé ekki allt á síðustu stundu,“ segir Svanhildur
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira