Innlent

Rampur við hús á ábyrgð eigenda

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Framkvæmdum frá Klapparstíg að Vitastíg, sem hér sjást á myndinni, er nú lokið að mestu leyti.
Vísir/Daníel
Framkvæmdum frá Klapparstíg að Vitastíg, sem hér sjást á myndinni, er nú lokið að mestu leyti. Vísir/Daníel
Ef gera á ramp við inngang í hús til að bæta aðgengi fatlaðra á endurgerðri Hverfisgötu þarf húseigandi að leggja inn teikningar af rampnum til samþykktar hjá byggingafulltrúa.

„Reykjavíkurborg metur síðan hvort verið sé að skerða gangstéttina of mikið gagnvart öldruðum og sjóndöprum. Það þarf að fara hinn gullna meðalveg,“ segir Auður Ólafsdóttir, verkfræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar.

Hún bendir á að stundum þurfi ekki ramp, heldur nægi minni aðgerðir til að auðvelda aðgengi fatlaðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×