Innlent

Innbrot í Smiðjuhverfi

Brotist var inn í verslun í Smiðjuhverfi í Kópavogi á ellefta tímanum í gærkvöldi og þaðan stolið peningum og töluverðu af tóbaki. Þjófurinn, eða þjófarnir eru ófundnir.

Sömu sögu er að segja af þjófnum sem braust inn í fyrirtæki við Ármúla í Reykjavík á þriðja tímanum sí nótt.

Undir morgun var svo átján ára stúlka tekin úr umferð í Hafnarfirði, þar sem hún hafði aldrei tekið bílpróf. Annarsstaðar á landinu virðist allt hafa verið með kyrrum kjörum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×