Innlent

Myrkur á Breiðholtsbraut eftir að bíl var ekið á staur

Öll götulýsing á Breiðholtsbraut slokknaði laust upp úr miðnætti og var í fyrstu ekki vitað hvað olli því. Í ljós kom að bíl hafði verið ekið á ljósastaur við götuna, sem féll við höggið og rafleiðslan slitnaði.

Ökumaðurinn meiddist og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans, starfsmenn Orkuveitunnar voru kallaðir út til að koma lýsingunni aftur á og bíllinn, sem stórskemmdist, var fjarlægður með kranabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×