Upp­gjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðar­enda

Hjörvar Ólafsson skrifar
Birkir Benediktsson spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir FH á Hlíðarenda í kvöld. 
Birkir Benediktsson spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir FH á Hlíðarenda í kvöld. 

FH vann afar sannfærandi sigur þegar í liðið sótti Val heim í N1-höllina að Hlíðarenda í annarri umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 

Valur lagði Stjörnuna að velli í fyrstu umferð deildarinnar á meðan FH laut í lægra haldi fyrir Fram. FH-ingar voru augljóslega áfjáðir í að ná sínum fyrstu stigum á töfluna í þessum leik en þeir mættur afar grimmir inn á parketið allt frá upphafsflauti.

Gestirnir úr Hafnarfirðinum náðu fljótlega upp fjögurra marka forskoti en það var góð markvarsla Jóns Þórarsins Þorsteinsson bakvið þétta vörn FH í flútti við agaðan og ve luppsettan sóknarleik sem lagði grunninn að þeirri forystu.

FH jók svo muninn á lokakafla fyrri hálfleiks en þeir ógnuðu úr öllum áttum og varnarleikur Vals náði ekki að fljúga vængjum þöndum í fyrri hálfleik. Staðan var 18-12 fyrir FH í hálfleik.

Ágúst Þór Jóhansson, þjálfari Vals, tók tvö leikhlé í fyrri hálfleik og freistaði þess að kveikja neista og finna lausnir á vandamálum heimaliðsins. Það tókst ekki og brekkan var brött fyrir Valsliðið þegar það mætti til leiks í seinni hálfleik.

Það dró enn frekar í sundur með liðunum í upphafi seinni hálfleiks. Þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var munurinn orðinn 10 mörk, 23-13 fyrir FH. Valsmenn náðu að laga stöðuna með góðum lokakafla sínum en niðurstðan fimm marka sigur FH-inga. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira