Erlent

Sérsveitarmenn tóku olíuskip sem sigldi undir fölsku flaggi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Bandarískir sérsveitamenn réðust í nótt um borð í olíuskipið Morning Glory, eftir að skipið tók olíu frá höfn sem er í haldi uppreisnarmanna í Líbíu. Árásin mun hafa átt sér stað á alþjóðlegu hafsvæði utan af ströndum Kýpur.

Frá þessu er sagt á vef Guardian og í tilkynningu frá Pentagon segir að enginn hafi meiðst í aðgerðinni.

Uppreisnarmennirnir hafa haldið höfninni, sem skipið sigldi úr, frá júlí í fyrra og vilja sjálfstætt ríki í austur Líbýu. Yfirvöld í Kýpur og Líbýu báðu Bandaríkin um aðstoð við að stöðva skipið eftir að því virtist vera siglt um Miðjarðarhafið. Áhöfn skipsins virtist vera að leita að kaupanda fyrir olíuna.

Skipið sigldi undir norður-kóreskum fána en yfirvöld þar neita að hafa átt hlut í málinu. Skipið var tekið af vopnuðum mönnum í borginni As-Sidra. Stjórnvöld í Pyoungyang hafa tekið skipið af skrám þar í landi eftir að lög landsins voru brotin af egypska fyrirtækinu sem hefur siglt skipinu.

Um borð voru 234 þúsund tunnur af hráolíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×