Innlent

Auka verðmæti í fiskveiðum með gagnvirkni

Árdís Ósk Steinarsdóttir skrifar
Anna Kristín Danílesdóttir, sviðsstjóri hjá Matís segir gagnvirkni þegar til staðar á Íslandi.
Anna Kristín Danílesdóttir, sviðsstjóri hjá Matís segir gagnvirkni þegar til staðar á Íslandi. Mynd/Matís
„Markmiðið er meðal annars að auka verðmæti sjávarafurða og minnka brottkast,“ segir Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís, um nýtt gagnvirkt kerfi í fiskveiðum.

Anna leiddi samvinnu fjórtán stofnana og fyrirtækja í Evrópu í verkefni sem kallast EcoFishMan. Evrópska rannsóknaáætlunin, FP7, veitti EcoFishMan 3,0 milljóna evra styrk til að þróa gagnvirka fiskveiðistjórnunarkerfið RFMS. Í því spáir hermir fyrir um áhrif breytinga.

„Við erum búin að setja saman handbók um hvernig megi skref fyrir skref mynda gagnvirkt samstarf útgerða, stjórnvalda og vísindasamfélagsins við framkvæmd fiskveiðistjórnunar,“ segir Anna, sem kveður Ísland þegar haga hluta fiskveiðistjórnunar á þann hátt sem kerfið leggur til. „Grásleppuveiðar eru gott dæmi. Þar er gagnvirkt samstarf milli yfirvalda og útgerða.“

Niðurstöðurnar verða á næstunni kynntar stjórnarnefnd haf- og fiskveiða hjá Evrópusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×