Innlent

Lést þegar tveir bílar skullu saman á Ólafsfjarðarvegi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þrír voru fluttir á spítala vegna slyssins.
Þrír voru fluttir á spítala vegna slyssins.
Kona á fertugsaldi lést þegar fólksbíll lenti í árekstri við pallbíl á Ólafsfjarðarvegi á Hámundarstaðahálsi skammt frá Dalvík í morgun.

Tildrög slyssins voru þau að pallbíl var ekið suður þjóðveginn og hugðist ökumaður hans aka fram úr vörubíl með snjómoksturstönn sem var að hreinsa veginn. Í sömu svifum kom fólksbíll á móti sem ekið var norður þjóðveginn og varð harður árekstur.

Ökumaður pallbílsins slasaðist ekki. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri ásamt konunni, sem var farþegi í bílnum, og öðrum farþega. Ekki er hægt að birta nafn hinnar látnu að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Harður árekstur vegna framúraksturs

Pallbíl var ekið framan á fólksbíl nærri Dalvík í morgun. Ökumaður pallbílsins var að taka fram úr snjómoksturstæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×