Innlent

Niðurrif Fernöndu enn í fullum gangi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Einar vill ekki segja til um hvenær verkið klárast nákvæmlega.
Einar vill ekki segja til um hvenær verkið klárast nákvæmlega. myndir/Hringrás
„Við gerum ráð fyrir því að ljúka verkinu á góðum tíma. Við höfum alvöru búnað og góðan mannskap,“ segir Einar Ásgeirsson hjá fyrirtækinu Hringrás sem sér um að rífa flutningaskipið Fernöndu sem brann við strendur Íslands á síðasta ári.

Einar vill ekki segja til um hvenær verkið klárast nákvæmlega. „Best er að láta verkin tala. Við vonumst bara til að klára þetta fljótt og vel. Allir eru að standa sig prýðilega og verki miðar vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×