Innlent

Segir slæmt að kennarar þurfi enn einu sinni að beita verkfallsvopninu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/GVA
Kennarasamband Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að verkfall framhaldsskólakennara hefjist á miðnætti.

Hér að neðan má lesa tilkynninguna:

Fundir stóðu alla helgina en skiluðu ekki árangri. Viðræður halda áfram í kvöld og nýr fundur hefur verið boðaður upp úr hádegi á morgun.

Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir að það sé auðvitað slæmt að kennarar þurfi enn einu sinni að beita verkfallsvopninu til að ná fram leiðréttingu á kjörum sinum. Í sama streng tekur Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum.

Félagsmenn eru beðnir um að fylgjast með heimasíðu Kennarasambandsins en þar verða birtar upplýsingar um gang viðræðna, verkfallsmiðstöðvar, verkfallsvörslu sem og annað sem máli skiptir.

Ennfremur mun kynningarnefnd Félags framhaldsskólakennara senda út upplýsingar á næstu dögum.  

Fyrir hönd Kennarasambands Íslands, Aðalbjörn Sigurðsson








Fleiri fréttir

Sjá meira


×