Strætó skoðar aðgerðir eftir árás á vagnstjóra Jakob Bjarnar skrifar 17. mars 2014 10:54 Hættulegar aðstæður sköpuðust þegar ráðist var á vagnstjóra strætisvagns sem var á ferð. Ráðist var á Bessem Aref vagnstjóra um helgina þar sem hann var að aka strætisvagni sínum frá Hamraborg niður Kringlumýrarbraut. „Þarna sköpuðust stórhættulegar aðstæður,“ sagði Bessem Aref, vagnstjóri en vagninn var á mikilli ferð þegar árásin átti sér stað. „Ég notaði bara vinstri hendina á stýrið og hægri til þess að halda honum frá mér.“ Vísir greindi frá málinu í gær en ástæða árásarinnar var sú að Bessem hafði neitað öðrum manni um far með vagninum vegna þess að sá maður vildi ekki borga fullt fargjald og kostaði það Bessem auk árásarinnar ókvæðisorð á borð við „helvítis útlendingur.“Skermun og eftirlitsmyndavélarReynir Jónsson er framkvæmdastjóri Strætó og hann segir menn þar líta þetta atvik mjög alvarlegum augum og sé það nú til ítarlegrar skoðunar. Hann segir tvennt í stöðunni, sem þeir hjá Strætó eru að skoða, sem er að setja upp eftirlitsmyndavélakerfi sem og að skerma vagnstjórana alfarið af. Þetta séu leiðinlegar ráðstafanir að grípa til því menn vilja halda í þá hugmynd að Ísland sé tiltölulega friðsælt land. „Þetta eru neyðarráðsstafanir sem við erum ekkert rosalega skotin í. Það að stöðugar upptökur í gangi gerir okkur að sjá nákvæmlega hvað gerist.“Reynir Jónsson hjá Strætó.Reynir segir þetta líkast til lið í stærra og djúpstæðara vandamáli. „Það er eitthvað í gangi sem veldur þessu. Þetta er kannski svipað og með konuna sem varð fyrir aðkasti í sundlaugunum. Af því að hún var feitlagin. Ef þú ert feit, þá ertu annars flokks og mátt búast við því að verða fyrir aðkasti. Ef þú ert útlendingur, þá ertu annars flokks og mátt búast við því að verða fyrir aðkasti. Ég hef náttúrlega ekki rannsakað þetta né hef ég þekkingu til að greina af hverju þetta er sprottið. En fordómar hafa náttúrlega verið til, það er ekkert nýtt að ráðist sé á fólk af því að það er öðru vísi.“Þjálfaðir til að bregðast við ógnandi hegðun Sem betur fer er þetta afar sjaldgæft en atvikin sem þó koma upp eru frá því að vagnstjórar þurfi að sitja undir hastarlegum athugasemdum yfir í að vera hreinar og klárar líkamsárásir. „Við höfum, í samstarfi við lögregluna, þjálfað okkar fólk í að bregðast við æstum farþegum og ógnandi hegðun.“ Reynir segir að þó menn séu tvístígandi varðandi frekari skermun sé sú spurning alltaf til staðar, hvort menn vilji bíða eftir því að fyrsti vagnstjórinn verði fyrir alvarlegum skaða. „Hvenær er rétti tíminn til að taka slíka ákvörðun? Því er erfitt að svara.“ Tengdar fréttir „Hann kallaði mig helvítis útlending“ Farþegar í strætisvagni frá Hamraborg og niður Kringlumýrarbraut urðu vitni að vægast sagt leiðinlegu atviki þegar einn farþeganna réðst á vagnstjórann á miðri ferð strætisvagnsins. 16. mars 2014 19:00 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Ráðist var á Bessem Aref vagnstjóra um helgina þar sem hann var að aka strætisvagni sínum frá Hamraborg niður Kringlumýrarbraut. „Þarna sköpuðust stórhættulegar aðstæður,“ sagði Bessem Aref, vagnstjóri en vagninn var á mikilli ferð þegar árásin átti sér stað. „Ég notaði bara vinstri hendina á stýrið og hægri til þess að halda honum frá mér.“ Vísir greindi frá málinu í gær en ástæða árásarinnar var sú að Bessem hafði neitað öðrum manni um far með vagninum vegna þess að sá maður vildi ekki borga fullt fargjald og kostaði það Bessem auk árásarinnar ókvæðisorð á borð við „helvítis útlendingur.“Skermun og eftirlitsmyndavélarReynir Jónsson er framkvæmdastjóri Strætó og hann segir menn þar líta þetta atvik mjög alvarlegum augum og sé það nú til ítarlegrar skoðunar. Hann segir tvennt í stöðunni, sem þeir hjá Strætó eru að skoða, sem er að setja upp eftirlitsmyndavélakerfi sem og að skerma vagnstjórana alfarið af. Þetta séu leiðinlegar ráðstafanir að grípa til því menn vilja halda í þá hugmynd að Ísland sé tiltölulega friðsælt land. „Þetta eru neyðarráðsstafanir sem við erum ekkert rosalega skotin í. Það að stöðugar upptökur í gangi gerir okkur að sjá nákvæmlega hvað gerist.“Reynir Jónsson hjá Strætó.Reynir segir þetta líkast til lið í stærra og djúpstæðara vandamáli. „Það er eitthvað í gangi sem veldur þessu. Þetta er kannski svipað og með konuna sem varð fyrir aðkasti í sundlaugunum. Af því að hún var feitlagin. Ef þú ert feit, þá ertu annars flokks og mátt búast við því að verða fyrir aðkasti. Ef þú ert útlendingur, þá ertu annars flokks og mátt búast við því að verða fyrir aðkasti. Ég hef náttúrlega ekki rannsakað þetta né hef ég þekkingu til að greina af hverju þetta er sprottið. En fordómar hafa náttúrlega verið til, það er ekkert nýtt að ráðist sé á fólk af því að það er öðru vísi.“Þjálfaðir til að bregðast við ógnandi hegðun Sem betur fer er þetta afar sjaldgæft en atvikin sem þó koma upp eru frá því að vagnstjórar þurfi að sitja undir hastarlegum athugasemdum yfir í að vera hreinar og klárar líkamsárásir. „Við höfum, í samstarfi við lögregluna, þjálfað okkar fólk í að bregðast við æstum farþegum og ógnandi hegðun.“ Reynir segir að þó menn séu tvístígandi varðandi frekari skermun sé sú spurning alltaf til staðar, hvort menn vilji bíða eftir því að fyrsti vagnstjórinn verði fyrir alvarlegum skaða. „Hvenær er rétti tíminn til að taka slíka ákvörðun? Því er erfitt að svara.“
Tengdar fréttir „Hann kallaði mig helvítis útlending“ Farþegar í strætisvagni frá Hamraborg og niður Kringlumýrarbraut urðu vitni að vægast sagt leiðinlegu atviki þegar einn farþeganna réðst á vagnstjórann á miðri ferð strætisvagnsins. 16. mars 2014 19:00 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
„Hann kallaði mig helvítis útlending“ Farþegar í strætisvagni frá Hamraborg og niður Kringlumýrarbraut urðu vitni að vægast sagt leiðinlegu atviki þegar einn farþeganna réðst á vagnstjórann á miðri ferð strætisvagnsins. 16. mars 2014 19:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent